Voru þjóðverjar fyrsta þjóðin? Og hvað eru þeir að verja? Ýmislegt í kýrhausnum!

Sonur minn spurði mig þessarar skrýtnu spurningar í morgun. Við höfum haft svo mikinn tíma til að spjalla og spá undanfarið. Mér fannst þetta nokkuð vel spurt (tek það  þó fram að ég er "biased").

Það hljómar óneitanlega á íslensku eins og þjóðverjar hafi varið sína þjóð alveg sérstaklega. Af hverju heita ekki bretar, bretverjar? Eða belgar, belgverjar? Eða Bandaríkjamenn, Ameríkuverjar? Íslendingar er dregið af Íslandi. Þjóðverjar er dregið af Þýskalandi. Afhverju heita þeir þá ekki þýskingar!?

Það er margt skrýtið í kýrhausnum! Ég fann miða á eldhúsborðinu sem ég hafði dregið með mér heim af veitingastaðnum Simon & Seaforts alla leið frá Alaska (góður fiskistaður, mæli með honum). Í þessum miða er einhvers konar spakmæli, sem ég reyndar myndi varla kalla spakmæli. Það er eftirfarandi:

"I come from a family where gravy is considered a beverage!" Erma Bombeck.

Jahá, þá vitum við það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Góður málsháttur! Ég hef heyrt Kúbverjar

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.11.2007 kl. 19:04

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Já ég hef líka heyrt Rómverjar. En það var jú veldi. Kúba er það svo sem líka gagnvart Bandaríkjunum að minnsta kosti. En þeir eru líka kallaðir kúbanir. Í þessari nafngift, þjóðverjar liggur falið gildismat um ríki sem hefur á einhvern hátt yfirburði. Við tölum svo sem líka um pólverja þegar ég hugsa mig betur um. Þjóðverjar og Pólverjar eiga það sameiginlegt að koma frá mannfjöldamestu þjóðum Evrópu. Í því liggur kannski nafngiftin?

Anna Karlsdóttir, 5.11.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Já, afhverju er ekki bara hægt að segja germanir. Hún er skemmtileg alhæfingin um útlit og lifnaðarhætti þeirra.

Anna Karlsdóttir, 7.11.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband