Vændi á börum Reykjavíkur, er það ekki ólöglegt?

Ég var stödd í bænum í nótt, aldrei þessu vant, ég verð vístFrown seint ein af aðal barljónum bæjarins, mér finnst nebbnilega ekkert of gaman að vera innan um ölvað fólk og bar stemning í bænum er oft svolítið firrt. Fólk er að leita að einhverju sem það veit ekki hvað er eða þorir ekki að tala saman fyrr en á fimmta glasi og þá er maður yfirleitt orðinn frekar leiðinlegur. Ég tók ekki eftir neinum barsmíðum, en ölvun - sammála því.

Öðru tók ég eftir sem ég hef ekki séð áður svo áberandi í skemmtanalífinu. Inni á REX voru fjórar vændiskonur sem sátu við barinn og voru augljóslega að selja sig - það fór ekki fram hjá neinum sem horfði á. Ég hef bara aldrei áður séð þetta svona augljóst. Þetta er greinilega eitthvað nýmæli og virkaði fremur Rússneskt eða Austur-Evrópskt í mínum augum. Melludólgurinn stóð í horninu fyrir aftan og gerði út um viðskiptin. Af hverju er lögreglan ekki að skipta sér af þessu? Ég skil þetta ekki, ég er alveg viss um þetta er ólögleg starfsemi.


mbl.is Mikil ölvun og slagsmál á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er þetta ekki um allt, enda lögleitt á síðasta þingi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.11.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Er það þá undir skemmtistaðaeigendum komið hvort þeir vilja vera með aukaþjónustu af þessu tagi fyrir viðskiptavini?

Anna Karlsdóttir, 4.11.2007 kl. 17:25

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Var einhverju breytt um vændi í löggjöf um vændi? Og þá í hvaða lögum? Er ekki bara rökrætt um það? Eitt veit ég og það er að ekki einu sinni ungir íhaldsfrjálshyggjudrengir hafa svo ég hafi orðið var við stutt að starfsemi melludólga verði lögleidd, en hinum sömu hefur verið í nöp við að kaup á kynlífi yrðu refsiverð.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.11.2007 kl. 18:35

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk fyrir það. ...Ég get ekki varist að hugsa um stúlkurnar sem voru þarna....þær voru örugglega ekki að skemmta sér (ég meina njóta þess að vera þarna) þó þær væru með grímu sem gæfi annað til kynna.

Anna Karlsdóttir, 4.11.2007 kl. 23:40

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ók, ég fann þetta í 13 grein samþykktra laga.

 Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða hefur tekjur af vændi annarra, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða fangelsi allt að 1 ári ef málsbætur eru.
     Hver sem í opinberri auglýsingu býður fram, miðlar eða óskar eftir kynmökum við annan mann gegn greiðslu skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Þá er það á hreinu!

Anna Karlsdóttir, 5.11.2007 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband