3.11.2007 | 17:15
Við Elías í Barcelona
Við mæðgin fórum til Barcelona saman, ég að kenna við Universitát Autonoma de Barcelona, og hann sem minn aðstoðarmaður. Við lentum heldur betur illa í því við vorum rænd fyrsta kvöldið
Hér eru nokkur brot úr dagbókum sonar míns sem að hann skrifaði fyrir bekkinn sinn í utanlandsdvölinni.
Fyrsta kvöldið okkar í Barcelona urðum við fyrir óhappi. Eftir að hafa skoðað Dali safnið, stoppuðum við á Tapas bar við Dómkirkjutorgið sem´hét Bilbao eins og borgin í Baskalandi. Á meðan ég var að ná í tapas var töskunni hennar mömmu stolið. Mamma sat allann tímann á sama bekknum með töskuna við hliðina á sér. Við leituðum um allt og fólkið á staðnum hafði mikla samúð með okkur. Við vorum ráðþrota. Tvær þýskar konur gáfu okkur tvær og hálfa evru svo við kæmumst með lestinni á hótelið okkar. Við fórum á lögreglustöðina og vorum þar til miðnættis (fjórar klukkustundir), á meðan að mamma var að skrifa skýrslur og loka kortum. Ég sofnaði næstum í gluggakistunni á meðan.
Ég var með mömmu í háskólanum. Nemendurnir voru ekki bara að hlusta á mömmu. Það voru stelpur að biðja mig um að teikna fyrir sig. Við fórum í matarboð heim til Fransesc. Konan hans sem heitir Helena gaf mér Fouet, sem er rosalega góð katalónsk pylsa. Hún kenndi mér katalónsku, að segja: Bono tarde, amdic Elias.
Við fórum að hitta Bíbí á Placa Catalunya. Við gengum með henni á aðal ferðamannagötunni sem heitir Rambla. Þar er mikið af fólki klætt í skrýtna búninga og stendur eins og styttur. Þar eru líka listamenn að teikna myndir af fólki. Ég heimsótti skólann hans Hjálmars. Hann heitir Colegi Sagrada Familia einu sinni var skólinn hans allur nunnuskóli. En það var í gamla daga.
Hjálmar er í öðrum bekk. Það er bara einn bekkur í hverjum árgang. Hjálmar er að læra lestur, stærðfræði, listasmiðju, spænsku, ensku, tölvur, ritun, kristinfræði og lífsleikni ásamt tónmennt. Matartíminn í skólanum er langur. Hann er milli 13 og 15 á hverjum degi. Skólastjórinn sem hét Carma fór með okkur í skoðunarferð um skólann. Hann er á mörgum hæðum og næstum eins og völundarhús
Skólinn er frá 9-17 á daginn. Hjálmar lærir munnlega tjáningu á föstudögum. Honum finnst öll fög jafn skemmtileg í skólanum. Mér finnst listasmiðja skemmtilegust
Eftir heimsóknina lékur við okkur fram á kvöld. Svo fórum við á Pizza stað
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.