Leikföng og snyrtivörur, eiturefnakokkteill sem vert er að veita athygli

Já það er heldur betur að hlutirnir geta snúist upp í andhverfu sína. Fegrunarmeðul eru nú meðal helstu eiturefnakokkteila og með ólíkindum að konur séu enn falar fyrir því að smyrja óskiljanlegum efnafræðiformúlum á kroppinn (og við helstu skynfæri í andlitinu). Ég hef löngum hrellt starfskonur í snyrtivöruverslunum með því að fara í saumana á innihaldslýsingum, fremur vegna ofnæmisvanda en hégóma. Þannig er til dæmis varla hægt að fá andlitskrem án parabens, og erfitt að fá maskara eða augnskugga án þess að í sé nikkel, það kemur mér því ekki á óvart að blý sé í nokkrum mæli í varalitum. Við verðum að muna það að litirnir sem að hægt er að framkalla til að mála andlit á konur í dag eru búin til úr ýmsum steinefnum sem hafa mismunandi áhrif á húð (stundum afar óæskileg).

Annað sem að við andvaralausir neytendur ættum að veita athygli í mun meira mæli en við gerum eru leikföngin sem við látum hverfast um börnin okkar. Nýlega hafa verið mjög umfangsmikil mál í Bandaríkjunum þar sem uppvíst varð að margir flokkar leikfanga sem framleiddir höfðu verið í Kína fyrir alþjóðasamsteypur voru máluð málningu með mjög (og ég legg áherslu á MJÖG) háu innihaldi af BLÝI.  Við hér á Íslandi höfum allt of veikar stofnanir til að hafa eftirlit með þessum málum, því miður.

Ég hef stundum verið svolítið hissa en haft lúmskt gaman af hvað starfskonur og menn í snyrtivöruverslunum eru lítið fróðir um vörurnar sem þeir eru að selja. Það er eins og að sú þekking sem þetta fólk er berar að snúist um lýsingarorð fremur en efnainnihald og áhrif á heilsu. Þetta er vissulega svolítil þverstæða. Þannig vita snyrtivörustarfsmenn oft mikið um vörumerki og hvort og hvernig þau eru töff eða höfða til mismunandi týpa en raunverulegt áhrifagildi varanna. Ef það er ekki yfirborðsmennska, veit ég ekki hvað yfirborðsmennska er.


mbl.is Blýagnir fundust í varalitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, ég er algjörlega sammála þér í þessu.. og vil ég benda á að ég hef bara fundið eitt vörumerki sem er algjörlega laust við þessi eiturefni.. og það er nuskin..

maður verður bara hissa á þessum snyrtivöruframleiðendum að láta sér detta í hug að framleiða eitthvað með efnum sem skaða mann!

Lína (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband