The Unnatural History of the Sea

Ég keypti mér bókina The Unnatural History of the Sea eftir líffræðinginn Callum Roberts. Hún er einkar forvitnileg og í flokki um tugs bóka sem hafa verið gefnar út á undanförnum áratug, en íslendingar hafa lítið veitt athygli .(t.d.Goodwin 1990, Blades 1997, Suzuki 1997, Dwyer 2001, Clover 2005).

Gnægð lífvera í hafinu eins og því er lýst í rituðum heimildum frá miðöldum væri algjörlega óhugsandi í dag samkvæmt höfundi (ég get þó ekki varist að hugsa um loðnuna sem ég sá fljóta í hrönnum eins og silfur á yfirborðinu við Ísafjörðinn í Ilullisat í fyrrasumar). Útgangspunktur hans er að greina frá sögu fiskveiða víða um höf frá miðöldum til okkar daga.

Ég er ekki búin að lesa bókina enn, en hún greinir frá sögu ofveiða af ýmsum svæðum heims. Myndirnar í bókinni eru einkar áhugaverðar af því að á flestum þeirra má sjá risastóra fiska sem ekki er lengur á hægt að veiða á þeim svæðum sem að þeir eru myndaðir á (í byrjun eða um miðbik tuttugustu aldar).  (Þá man ég eftir öllum undirmálsfisknum á fiskmarkaðnum á Norður Spáni sem ég heimsótti seint árið 2004).

Hlakka til að lesa þessa bók í 36 stunda ferðalaginu mínu sem ég á fyrir höndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Vonandi gekk 36 stunda ferðalagið vel hjá þér

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.9.2007 kl. 20:27

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Jú þakka þér. Er enn að komast yfir meinta flugþreytu.

Anna Karlsdóttir, 2.10.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband