Afturför í sláturgerð! Vambaleysi sláturhússtjóranna.

Blaðið er með umfjöllun um sláturgerðarfólk sem heldur hefðinni á lofti og tekur slátur á hverju hausti. Raunar kom í ljós þegar betur var að gáð að enginn viðmælendanna hafði tekið slátur síðast en tvö gerðu það reglulega. Ég elska slátur af dekkri gerðinni, þ.e blóðmör og er alveg sama um kaloríurnar sem fylgja fitukögglunum, þetta er örugglega mun hollara en gegnum-unnar pepperonipylsur kjötvinnslanna.

Því miður hefur orðið talsverð afturför eftir að yngri kynslóð framkvæmdastjóra tók við sífellt fækkandi sláturhúsum landsins. Þó ekki ætli ég að rekja þessar breytingar er ég á því að það hafi verið til mikillar miska fyrir bændur í landinu og dýravelferð sláturdýra. ...En nóg um það. Það eru VAMBIRNAR. Þær eru úr óætu plasti nútildags og fást ekki öðruvísi. Ég veit að Hildur nágrannakona mín á Hvanneyri forðum daga vissi orðið um eitt sláturhús á landinu sem eftir var sem hægt var að semja við um ekta vambir. Það er auðvitað búið að loka því.

Slátur er engan veginn það sama án lífrænna vamba. Ég þekki engan sem étur plast og hef aldrei orðið þess áskynja að það bæti bragð matarins.  Ég ætla að kenna framkvæmda- og verkstjórum sláturhúsanna um þessa leiðinlegu afturför....og þó þeir sjálfsagt væli um að erfitt sé að fá fólk í svo mannaflafrek störf, þá er þetta einungis spurning um forgangsröð í ákvarðanatöku og spurning um djúpstæðari skilning á því hvað er bragðgóður og heilsusamlegur hefðarmatur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband