Norræna húsið hefur lifnað við

Mikið er gaman að sjá hvað Norræna húsið og dagskrá þess hefur lifnað við síðan að Max Dager og annað nýtt starfsfólk hefur tekið við. Ég fer reglulega og hef því samanburð fyrir og eftir, auk þess sem manneskja sem ég þekki gegndi þar starfi fyrir nokkrum árum síðar. Ég vona að ekki verði lát á, því það er mikil lyftistöng bæði fyrir Reykjavík, norrænt samstarf sem er víða svo lifandi á mörgum sviðum og Háskóla campusinn að hafa góða og öfluga starfsemi í húsinu. Svo þori ég varla að skrifa um þetta, en lessvæðin á bókasafninu eru ein þau bestu í bænum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Jahá, þetta með lessvæðin heillar. Það verður ekki langt að bíða að ég láti sjá mig þar. En, takk kærlega fyrir ábendinguna og gott blogg líka.

Níels A. Ársælsson., 12.9.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Gott hjá þér Níels! Við hittumst þá væntanlega í Vatnsmýrinni. Gangi þér vel með framtíðina.

Anna Karlsdóttir, 12.9.2007 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband