1.9.2007 | 11:10
Det indre svin!
Jón Arnar upplýsti um ađ yfirmađur launanefndar sveitarfélaga og opinberra starfsmanna Dennis Kristensen hefđi valiđ ađ segja starfi sínu lausu nýlega í mótmćlum viđ andstöđu samstarfsfólks síns viđ ađ auka launajafnrétti milli kvenna og karla.
Í ţau tólf ár sem ég bjó í danaveldi spurđi ég mig aldrei spurningar um launamisrétti ţar í landi, var hreinlega ekki nógu međvituđ um ţađ enda stćrstan part tímabilsins í námi. ´
Ţau sex ár sem ég var á vinnumarkađnum af ţeim tólf varđ ég smám saman ţess vör ađ skólasystur mínar og vinkonur voru svosem ađ fá ágćtis störf mjög oft á vegum sveitarfélagana eđa hjá KLF (kommunernes landsforbund) en strákarnir skólafélagar mínir ruku oftast beint upp í framkvćmdastjóra- og deildarstjórastöđur sem hćkkuđu laun ţeirra.
Stelpurnar voru týpískt í störfum fuldmćgtig eđa einhverju ámóta (og ţó ađ ţćr ynnu ómćlt, langt fjarri og umfram 37 tímana) voru ţćr enn í störfum sem báru titil eins og ţćr bćru ekki ábyrgđ á neinum málum.
Ég held ađ ţetta sé undirliggjandi launamisréttinu. Ţađ er samspil innrćtingar, atferlis/félagslegrar hegđunar og stigröđunar. Stađsetning í launatöflur er bara afleiđing af ţví. ....Og árangurstengdu launin skekkja enn frekar og mismuna ef viđmiđin sem eru til grundvallar eru ósýnileg.
Jafnréttismál í Danmörku hafa ekki átt upp á pallborđiđ međal almennings lengi og baráttukonur eins og Drude og Ulla Dahlerup hafa ţótt hátt hrópandi og hallćrislegar.
Mér sýnist á öllu ađ danir, konur og einstaka menn eins og Dennis séu ađ taka viđ sér. GOTT! Betra seint, en aldrei!
Ţetta eru framfarir.
Bara eitt dćmi úr mínu auma lífi. Áriđ 1990 var ég byrjuđ í háskóla, hafđi lokiđ fyrsta árinu mínu í ţjóđfélagsfrćđi og ćtlađi mér ađ halda áfram. Ég var ekki kona einsömul og fór ţví upp á stjórnsýsluskrifstofu háskólans og nemendaráđsskrifstofu til ađ leita mér upplýsinga um hvernig ég bćri mig ađ varđandi fćđingarorlof sex mánuđum síđar.
Ţar var mér sagt ađ konur ćttu ekki ađ eiga börn og ţađ fćri illa saman viđ háskólanám, mér var ráđiđ frá ađ halda áfram. Ţrjóski og uppreisnargjarni íslendingurinn kom upp í mér viđ ţessi tilsvör. Ég gekk međ barniđ, fćddi ţađ og mćtti í fyrirlestur međ barniđ 14 daga gamalt, sat međ ţađ á brjósti skólabrćđrum mínum til mikillar blygđunar og vann verkefni međ barniđ á öxlinni.
Sonur minn byrjađi semsagt frekar snemma í háskóla og varđ von bráđar lukkudýr árgangsins.
Ţetta er ekki uppeldisađferđ sem ég mćli međ sérstaklega ţó.
Sigurinn var ţó sćtur ţegar ég útskrifađist um voriđ međ láđi, dreng í vagni, búin ađ sigra kerfiđ. ...tveimur árum síđar ákváđu dönsk stjórnvöld ađ blása til ađgerđa til ađ hvetja landsmenn og sérstaklega námsmenn ađ eiga börn ţar eđ ţjóđin var í stöđnun (til lengri tíma í útrýmingarhćttu). .....Ţannig ađ ég held ađ viđbrögđ Dennis Kristensen sé bara vísbending um ađ ţađ fari eitthvađ ađ hreyfa málum ţar í landi.
Danskar konur gera ráđ fyrir lćgri launum en karlar | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.