28.8.2007 | 22:23
Bandarísk þjóðhverfa og skriffinska
Er búin að þurfa að fylla reiðinnar býsn af eyðublöðum undanfarið til Bandarískra stjórnvalda vegna rannsóknarverkefnis sem ég er með í þar. Svo undarlegt er að hugmyndafræðin um frjálsa samkeppni, sem Bandarísk stjórnvöld hafa verið helstu útverðir fyrir meðal annars í gegnum alþjóðaviðskiptastofnunina virðist ekki gilda ekki þegar Bandarísk fyrirtæki eiga hlut gagnvart erlendum. Eftirlitssýki bandarískra yfirvalda virðist heldur ekki á undanhaldi. Ég þurfti til dæmis að rekja 10 ár aftur hvenær og hvert og í hvaða tilgangi ég hefði ferðast til BNA. Hvað gera þeir við þetta allt?
Þannig er ég búin að þurfa að fylla út eyðublað þar sem ég sver að ég hafi ekki getað tekið far með bandarísku flugfari héðan og því orðið að fljúga með Icelandair. Mér þykir þetta með ólíkindum. Ætli íslensk stjórnvöld myndu þora að fá starfsfólk á þeirra vegum til að skila inn slíkum yfirlýsingum til að vernda innlenda atvinnustarfsemi! Ég er eiginlega viss um ekki. sjá eyðublað
UNIVERSITY OF ALASKA
Statement Of Unavailability of U.S.Flag Carriers
All travel outside the United States, its territories and possessions (to, from, between and/or within) that is paid in whole or in part with federal dollars, must be performed on a U.S. Air Carrier service when such service is available.
I certify that it is/was necessary for ____Anna Karlsdóttir____________________________________ (print traveler's name)
to use_____________________ICELANDAIR_____________________________________
(foreign -flag carrier/flight ID number)
and/or to transport___________________________________________________________________ (personal effects or freight)
between/to/from/within________KEFLAVIK, ICELAND AND BOSTON, Massachussets.____________
on________________________________ __ _________ (travel date(s))
International air transportation of persons (and their personal effects) or property by U.S. flag carrier was not available or it was necessary to use foreign-flag carrier service for the following reasons:
I live in Iceland where there is no direct connection with U.S. flag carrier to USA
Travel Authorization # ______________________________________________
Account Information (grant/fund/org) __________________________________
Traveler's Signature ___________________________________ Date _________________
Fiscal/Business Officer's Signature _____________________________ Date ___________
Submit to Budget & Cost Records with the Travel Authorization ONLY when a foreign flag air carrier is used for federally funded foreign travel.
Contact: Judi Merry (907) 786-5407 email: anjem@uaa.alaska.edu
Or: Linda Grand (907) 786-7712 email: anlec@uaa.alaska.edu
/pdfforms/flyform.pdf
Athugasemdir
Þetta er afar athyglisvert skjal. Er tekið fram á því hvað taki langan tíma að fylla það út og hvert á að kvarta ef það tekur lengri tíma?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.8.2007 kl. 19:10
Nei, en ég bíð eftir að fá fleiri skemmtileg eyðublöð til útfyllingar. Það versta er að ég er haldin eyðublaðafælni. Ég gjörsamlega frýs gagnvart svona eyðufyllingum!!! Ég hef reyndar aldrei fengið neina læknisfræðilega útskýringu á þessum kvilla mínum. En ég hugsa að ég myndi þrífast illa í eyðublaðalandi.
Anna Karlsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:48
Aldrei heyrt um þessa fælni. Annars veit maður aldrei hvort eitthvað af þessu er lesið og skráð. Fyndið reyndar þarna á I94 (eða er ég að rugla þessu saman við þjóðveginn milli Madison og Milwaukee?) eða hvað það nú aftur heitir blaðið sem maður fyllir út í flugvélinni að afsaka í bak og fyrir að það gæti tekið sex mínútur að fylla það út, og flugið er sex tímar.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.8.2007 kl. 23:28
En þegar betur er um þetta hugsað þá er reyndar alveg óhemjuleiðinlegt að fylla út eyðublöð alls konar á netinu sem stundum hrinda manni fram og til baka. Í dag þurfti ég (örugglega af öryggisástæðum) að slá inn allar upplýsingarnar um kortið mitt af því ég hafði slegið gildistímann rangt inn - og var hrint fram og til baka. Kannski hef ég snert af net-eyðublaðafælni.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.8.2007 kl. 23:30
Já, ég er alveg viss um að þessi kvilli hrjáir mun fleiri en mig, en það eru þó einkum reitirnir sem valda mér angist og streitu. Þeir eru svo einkennilega óumburðarlyndir, sérstaklega á rafræna forminu. Var einmitt að senda inn kæru til skattstjóra af því að ég gat ekki hlýtt öllum eyðublöðunum eins og skatti vildi, eða öllu heldur þau eyðublöðin vildu ekki þýðast mig. ARG!
Anna Karlsdóttir, 31.8.2007 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.