Hræringur og kúalubbi, uhm!

Nú er tíminn til að njóta gæða náttúrunnar og borða það sem móinn hefur upp á að bjóða. Elías sonur minn langaði að feta í fótspor langafa síns og borða hræring (ósætt skyr og kaldur hafragrautur hrærður saman - megahollt!) - svo það fékk hann og borðaði með bestu lyst. Við fórum upp á ásinn á melrakkasléttunni og tíndum fullt af kúalubbum, slatta af blóðbergi og talsvert af krækiberjum, aðalbláberjum og venjulegum bláberjum. UHM! Þvílík dýrð! Þetta eru bestu dagar lífs míns, þegar ég geri svona. Ég vel það mun frekar en að éta ora fiskibollur úr dós, sem frænka mín húsmæðrakennarinn bauð upp á. Steiktir sveppir með svörtum pipar og smá skvettu af sítrónusafa ofan á brauð er himneskt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Þú gætir líka hafa fundið kóngasvepp, fyrst þú varst í Svíþjóð!

Anna Karlsdóttir, 6.8.2007 kl. 00:32

2 identicon

Snilld Anna.. ertu að meina þetta, að þú hafir ekki viljað fiskibollur í dós a la Adda.. haha =) Takk fyrir síðast svona annars.

Aðalbjörg Jóhanna (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband