Ég er svo innilega sammála Einari Skúlasyni með að við græðum á erlendum menningarstraumum. Ég býsnast yfir því að í matvælamörkuðum stórum og smáum að ýmsar matvörur sem eru á boðstólum í verslunum bera með sér að þeir sem kaupa inn vörur hafa engan sans og enga menningarlega innrætingu um hvað er góð matvara og hvað er gömul, þurr og ófersk matvara.
Möndlur sem fást í verslunum hérlendis eru gott dæmi um þetta. Á uppsprengdu verði og þurr og gömul svo farið er að slá í, allavega ef miðað er við úrval víðast erlendis, tala nú ekki um því sunnar sem dregur. Ég fæ nánast kökk í hálsinn, eplaelskandinn ég, gæti borðað mörg á dag - þegar ég lít yfir eplaúrval verslana og nú er svo komið að ég kaupi bara lífræn epli á uppsprengdu verði þau eru skást, en samt ekki eins góð og eplin sem ég kaupi víða um Evrópu þar sem fyrir er flott eplamenning. Sama á við um lauka sem líta út eins og innþornuð lík í verslunum á Íslandi, það er bara eins og enginn beri skynbragð á að góður laukur á að vera strúttandi eins og limur í reisn, safaríkur og góður. .....
Ég held hreinlega að með fleira fólki af margbreytilegri uppruna gæti Íslenskt samfélag breyst til hins betra hvað þetta varðar. Með því gætum við áunnið okkur mannauð með skynbragð á góðar matvörur, sem ekki er alltaf fyrir að fara hér.
Segi bara svona.
Bara matréttir frá EES-ríkjum á boðstólum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.