13.7.2007 | 13:56
Hverf á vit Hortensíunnar
Ég er orðin svo úldin að liggja yfir þessum skruddum að ég vel að flýja sjálfa mig og hlaupa út á Amsterdam stræti til að þefa af öllum yndislegu Hortensíunum sem hafa tekið sér bólfestu í götusteinum hollenskum og í pottunum á sýkisbátsdekkjum. Æi ég held að það hljóti að vera mannbætandi að flýja leiðindin í sjálfri sér um stund - fæ mér kannski einn kaffi-óli í leiðinni.
Athugasemdir
Hvernig var svo Kaffi Óli? Hvað ertu að bedrífa í Amsterdam?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 14.7.2007 kl. 21:39
Ég er í svokallaðri skriftarútlegð, er að reyna að klára að skrifa kafla í bók fyrir Bandaríska fiskifélagið (American fishery society), og missi stundum einbeitinguna.
Anna Karlsdóttir, 15.7.2007 kl. 16:40
Hollendingar búa til gott kaffi, og það var gott. Uhm! en hér heitir það kaffi öfugt (ég kann ekki hollensku en held að það sé stafað koffie verkerrt).
Anna Karlsdóttir, 15.7.2007 kl. 16:42
Gangi þér vel að skrifa
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2007 kl. 06:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.