Móttaka nýrra starfsmanna við Háskóla Íslands

Mér hefur alltaf fundist HÍ vera sérkennilegur vinnustaður. Eftir að ég byrjaði þar að störfum gekk samstarfsmaður minn að mér reglulega og sagði mér að ég væri undarlega klædd. Hann gerði sér far um að vekja athygli á þessu við mig á ýmsan hátt og ég sveiflaðist milli þess að vera pirruð og finnast þetta hjákátlegt. Hvað í ósköpunum kom honum við hvernig ég væri klædd á meðan ég mætti ekki berössuð í vinnuna?  Hann er löngu hættur þessu, búinn að gefast upp karlanginn og er ágætis maður. Okkur semur vel. Ég held raunar að það hafi truflað hann að honum fannst ég ekki falla vel inní mótið. En ég er haldin svo mikilli lesblindu á hvernig mótið lítur út, að ég skildi hann engan veginn. Mörg önnur dæmi eru um sérkennileika gangs lífsins í háskólanum. Dæmi eru um að starfsmaður hafi mætt til starfa og það hafi verið búið að fela ráðningarsamning viðkomandi, dæmi eru um að starfsmaður hafi mætt og verið sagt að enginn lykill sé að skrifstofu viðkomandi, dæmi eru um að starfsmaður hafi fengið dauðan snák í pósti frá fyrrum starfsmanni. Dæmi eru um að ekki sé samræmi milli deilda í hvaða laun eru borguð fyrir kennslu og dæmi eru um ýmiskonar aðrar hefndaraðgerðir á persónulegu nótunum.  Mér hefur stundum dottið í hug að eitt af skyldunámskeiðum meðal háskólafólks ætti að vera mannrækt, ég held að þetta hljóti að vera einhver misþroski í félagslegum gáfum. Af hverju þarf háskólafólk ekki að læra að koma almennilega fram við hvort annað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband