30.6.2006 | 11:38
Það er erfitt að djóka með Jóga!
Jóga er allra meina bót. Ég reyni að fara í hádegisjóga þrisvar í viku. Það er alveg yndislegt að ná tengslum við líkamann, ásamt því að teygja alla vöðva rækilega. Ég er ein af þessum sem að fæ reglulega sinadrátt, vakna á nóttunni meira að segja. Svo eru það öndunaræfingarnar sem að hjálpa manni verulega til að komast í tengsl við eigin líðan, og fá mann til að slaka. Það er frábært að fara í leikfimi til að hlaða batteríin. Sú sem kennir okkur í augnablikinu heitir Sólveig og er alveg yndisleg. Hún sendi okkur heim um daginn með upplýsingablað um om, en það er eitthvað sem við gerum í upphafi og enda hvers tíma, þetta er svona búkhljóðaraul, mæli líka með því.
Mér sýnist vera fjölgun á karlmönnum í tímunum, en yfirleitt er hlutfall kynjanna nokkuð svipað. Ég get mér til um að mikið af þessu fólki sé skrifstofulið að drepast úr vöðvabólgu og í andnauðum af streitu og andlegu álagi. Það er einmitt það sem er hið æðislega við jógaiðkun, að komist maður upp á lagið með hana, getur maður tappað streituna af sér, og losnað við vöðvabólguna. Það gerði ég að minnsta kosti. Lifi Jógaiðkun!
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:51 | Facebook
Athugasemdir
Eins og þú þá hættir mér til að fá sinadrátt. Andstyggilegt að vakna við það. Ég syndi 1700 m 5 sinnum í viku og tek reglulega magnesium við sinadrættinum. Þín aðferð er eflaust mjög góð. Flott blog hjá þér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.6.2006 kl. 22:33
Takk fyrir það Jórunn -
Magnesíum er gott, en best ef það er dolomit, blanda kalks og magnesium - en vatnsdrykkja og nægur svefn er undirstaða. Svo eru hörfræ, sesamfræ, avocado, hnetur, bananar og feitur fiskur töfrafæða til að hamla þessu.
Anna Karlsdóttir, 11.7.2006 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.