Færsluflokkur: Heilbrigðismál

TERRA MADRE dagurinn í dag

Eftir langt hlé ætla ég ekki að skrifa um Icesave samninginn. Ég er að vona að forsendurnar sem samninganefndin gaf sér muni standast að mestu því það þýðir að börnin okkar og barnabörn sleppa við þá leiðu arfleifð að sitja uppi með skuldir gróðahyggjukynslóðanna.

Ég ætla að vekja athygli á að TERRA MADRE dagurinn er í dag  - Íslandsdeild Slowfood samtakanna vekur athygli á þessu:

Terra Madre dagurinn 10. desember 2010
 
Í fyrra var fyrsti Terra Madre dagurinn haldinn um heim allan, Slow Food samtökin voru 20 ára og ca. 1500 viðburðir voru skipulagðir í öllum 130 löndum þar sem eru Slow Food convivia eða deildir. Það stefnir í það sama í ár, en þessar samkomur munu einnig safna pening fyrir "1000 gardens in Africa" verkefni þar sem stefnt er að því að móta matjurtagarða með heimamönnum eftir Slow Food hugmyndafræði (good, clean and fair), til að rækta staðbundnar matjurtategundir, lífrænar, sem munu brauðfæða þorpin í mörgum löndum. Hér verður Terra Madre dagurinn haldinn undir merki "Meet the producer" - sem sagt "hittu framleiðandann" og verða smáframleiðendur á eftirfarandi stöðum:
Frú Lauga (v/Laugalæk): bakari frá Sólheimum og fleiri bjóða að smakka á sinni framleiðslu, Bændamarkaðurinn sívinsæli hefur á boðstólum matvörur frá íslenskum smáframleiðendum - og gerir undanþágu fyrir ítalskar vörur, pasta og vín, sem gleðja sælkerann
Búrið (Nóatúni 17): Jóhanna frá Háafelli (ís úr geitamjólk og kjötvörur) og Urta Islandica (íslenskar jurtir) - sælkerabúðin þar sem áluð fagmannsins ræ´ður ríkjum og margt úr matarkistu Íslands stendur til boða
Ostabúðin (Skólavörðustig 8): lífræn vín og heimatilbúnar kjötvörur - nýtni í hámarki og gæðavörur á móti freyðivíni frá frönskum lífrænum vínbændum sem sanna að allt þarf ekki að vera iðnaðarframleitt
Dill Restaurant: Jólamatseðill með alíslensku hráefni - Gunnar og Óli sýndu í Torino hvernig frábærir fagmenn vinna sem best úr því sem náttúran býður uppá
Höfn í Hornafirði: Slow Food deild "Í Ríki Vatnajökuls" verður með kvöldverð með hráefni frá héraðinu
Fleiri aðilar munu halda Terra Madre deginum á eigin forsendum, til dæmis með matarboð tileinkuðu staðarmatvæli eins og á Patreksfirði og Flateyri.
Okkar skilaboð: hafðu það "slow" 10. desember, andaðu í jólaösinni, taktu þinn tíma til að velja og borða góðan mat: hreinan og sanngjarn. 

Lifið heil!

 

 


WHO í höndum lyfjarisanna !? Stærsta lyfjahneyksli sögunnar?

Á meðan að íslenskir fjölmiðlar velja að fjalla um flugelda, umferðarslys, bankaráðstilnefningar og þingþref er erlendis verið að gera upp fyrsta áratug 21 aldarinnar í ýmiskonar áhugaverðri fréttatengdri umfjöllun.

Samkvæmt umfjöllun síðustu daga í danska dagblaðinu Information eru undarlegir hlutir að gerast innan veggja alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í kjölfar þess að ljóst er að það fár sem greip um sig vegna svínaflensu fyrr á árinu er meira uppblásið en efni stóðu til.

Það undarlega í málinu er að af óútskýranlegum ástæðum var skilgreining á heimsfaraldri breytt og heimsfaraldur flensu tekur nú til nær alls - allt frá saklausum flensum til stórfelldra faraldra.

Ástæðan er talin vera sú að lyfjarisarnir hafa náð að sölsa undir sig völd og áhrif innan samtakanna því eins og gefur að skilja er lyfjaframleiðendum í mun að fá framleiðsluleyfi og viðurkenningu fyrir ýmis konar lyfjum sem stefnt gætu stigu við hugsanlegum pestum. Og ekki er verra að þau hafi á sér WHO stimplun!

Það hefur og verið gagnrýnt að einkaleyfislög nái yfir lyf sem þróuð eru og framleidd með svo víðtæk almanna-heilbrigðissjónarmið að leiðarljósi, - það sé algjörlega óverjandi að leyfa voldugustu fyrirtækjunum í greininni að sölsa undir sig svo mikilvægum einkaleyfum. Það sé einungis ávísun á að þeim verði enn meira í mun að beita fyrir sig fjölmiðlum og jafnvel heilbrigðisyfirvöldum þarmeð talið WHO til að magna upp væntingar og orðróm um stórfellda smitsjúkdómafaraldra til að skara eld að eigin köku í viðskiptum.

Eitt er ljóst að líklega er H1N1 veiran á bakvið svínaflensu ekki sá heimsfaraldur sem læknar höfðu búist við í um fjóra áratugi þar eð faraldurinn hefur einungis fellt rúmlega sex þúsund manns á heimsvísu.

Hvað varðar hina dularfullu skilgreiningarbreytingu WHO á hvað felst í heimsfaraldri hafa ýmsir aðilar, m.a talsmaður heilbrigðissamtaka Evrópuráðsins valið að nota eins sterkar yfirlýsingar til að tjá hneykslun sína á meðförum stofnunarinnar á heimsfaraldursfárinu - sem stærsta lyfjaskandal sögunnar.

Hvað sem öðru líður er ljóst af þessu að það þarf líka að hafa virkt eftirlit með alþjóða stofnunum!

Hér að neðan getur að líta tímalínu heimsfársins svínaflensu - sótt úr umfjöllun 

Tímalína Heimsfaraldursins H1N1

18. mars 2009
Fyrstu tilfelli svínaflensu verður vart í Mexíkó.

25. apríl 2009
Aðalritari alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO, Margaret Chan, kallar flensuvandamálið opinbert neyðarástand á alþjóðlegan mælikvarða.

28. apríl 2009
Sjö lönd tilkynna um H1N1. Viðbragðsstig vegna heimsfaraldur er hækkað í 4 og talið að flensan smitist í milli manna.

29. apríl 2009
Viðbragðsstigið er hækkað í 5. Sterkar vísbendingar eru taldar um að ógn heimsfaraldurs hangi yfir heimsbyggðinni.

11. júni 2009
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO lýsir yfir viðbúnaðarstigi 6. Heimsbyggðin er nú í fyrsta skipti í 41 ár undir áhrifum flensufaraldurs á heimsvísu.

14. júni 2009
Fyrstu dauðsföll af völdum svínaflensunnar eru skráð í Evrópu.

29. júni 2009
Fyrsta tilfelli ónæmis við Tamiflu er skráð í Danmörku.

8. júli 2009
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO gefur frá sér yfirlýsingu um að fyrstu þrjú tilfelli ónæmis við Tamiflu séu tilviljanakennd tilfelli.

3. september 2009
Novartis sendir frá sér yfirlýsingu þess efnis að eftir þrjár klínískar prufur á 100 manns sýni sig að H1N1 bólusetningarblandan verndi 80% eftir fyrstu sprautu og 90% eftir aðra sprautu.

25. september 2009
Evrópska lyfjastofnunin (EMEA) mælir með opinberri viðurkenningu/ vottun á tveimur bólusetningarblöndum frá Novartis og GlaxoSmithKline.

25. október 2009
Bólusetningarvökvinn er á leið á evrópska markaði.

30. október 2009:
Stefnumótunar-ráðgjafahópur Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem samsett er af sérfræðingum um lyfja ónæmi (SAGE) veita WHO ráðgjöf um tilhögun bólusetninga. Niðurstaðan er einföld bólusetning á fullorðna og hluti á ófrískar konur.

1. nóvember 2009
Samkvæmt WHO staðfesta meira en 199 lönd tilfelli svínaflensu. Yfir 6 þúsund skráð dauðsföll eru af völdum H1N1 á heimsvísu þegar hér er komið sögu.

Heimild: www.nature.com

 

 


Harmafregn um pokadýr

Það er harmafregn að heyra að íslenskt ungmenni skuli hafa látið plata sig útí að vera pokadýr með eiturlyf. Það er ein sú vitlausasta ákvörðun sem fólk getur tekið en því miður eru mýmörg dæmi um ungmenni sem hafa látið sig hafa það í von um skyndigróða. Því miður er hætta á að íslensk ungmenni láti fleka sig á þennan hátt þegar að útlit fyrir tekjur versnar og ýmiskonar örþrifa-aðgerðir leita á hugann.

Ekki vildi ég hýrast í fangelsi í Brasilíu það segi ég satt - ég held að það séu mjög mannskemmandi aðstæður með ýmiskonar kúgun og bælingu (og fullt af eiturlyfjum af verra taginu en Kókaín) sem maður vill helst ekki hugsa um.

20 ár á bak við rimla og slá er ekki fýsileg framtíðarsýn fyrir ungt fólk. Það kemur niðurbrotið og skemmt út úr slíkri reynslu nema það sé því sterkara, ef það lifir slíkar aðstæður af á annað borð.

Íslenskar lýðheilsustofnanir ættu að huga að þessu og koma af stað áróðursátaki til að vekja athygli ungra íslendinga á að það er ekki gaman að þurfa að éta pöddur í Tailensku fangelsi til frambúðar, eða þurfa að taka þátt í krakkstríði innan veggja fangelsis í Brasilíu.

Það er vond vision!

 


mbl.is Íslendingur handtekinn í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naglasúpa getur verið hollmeti

Með bakgrunn frá Norður Afríku þar sem atvinnuleysi ungs fólks er nær 50% er kannski ekki skrýtið að menn grípi til örþrifaráða til að vekja á sér athygli með því að borða nagla og annað sem venjulega er ekki tengt manneldi.

Alveg á hinum enda rófsins eru Norðurlönd hin (allavega áður) velmegandi velferðarlönd sem að nú ætla að flauta til átaks um hollar matvörur og markaðssetja sérstöðu sína á þessu sviði  með fulltingi norrænu ráðherranefndarinnar.

...og ég gæti vel hugsað mér að Íslendingar tækju þátt í þessu þó ég viti svo sem ekki nema MATÍS eða aðrir hafi þegar tekið þátt. Leiðin er merking á matvörum sem uppfylla ákveðin skilyrði hollustu.

Merkið, sem til stendur að setja í notkun á þessu ári á að auðvelda neytendum að velja hollar matvörur.

Skráargatið hefur verið notað í Svíþjóð í 20 ár og nýtur mikils trausts meðal sænskra neytenda. Með því að ákveða viðmið fyrir ákveðnar fæðutegundir hefur skráargatið orðið merki um matvæli sem innihalda minni fitu, salt, sykur og meira af heilu korni og trefjum.

Þörfin fyrir sameiginlegt hollustumerki er til komin vegna þess að matar- og kaupvenjur í Skandínavíu eru afar líkar. Þrátt fyrir að margt sé líkt í löndunum hefur komið í ljós að nokkur munur er á þeim. Norræna ráðherranefndin hefur fjármagnað rannsókn á Skráargatinu, en greiningarstofnunin Zapera gerði hana. Tekin voru 1216 vitöl í Danmörku, 1223 í Noregi og 1210 í Svíþjóð og kom í ljós að Danir hafa áhyggjur af fitu í mat, Svíar af sætuefni en Norðmenn einbeita sér að saltinnihaldi.

Rannsóknin sýnir einnig að aðeins 37-48 prósent íbúa í Skandínavíu lesa að jafnaði innihaldslýsingar á umbúðum þeirra matvæla sem þeir kaupa. Þegar notkun á Skráargatinu hefst munu neytendur á einfaldan hátt geta séð hvaða vörur eru heilsusamlegar. Merkið krefst engrar undirstöðuþekkingar á næringarfræði og auðveldar aðgang íbúa að hollum matvælum. Þetta styður við markmið um heilbrigðara líferni, sem norrænu ríkin urðu sammála um í aðgerðaáætlun um matvæli og hreyfingu á árinu 2006.

Stjórnvöl í löndunum þremur hafa samþykkt nýjar reglur sem byggja á þeim sem gilda um notkun Skráargats-markisins í Svíþjóð. Í því starfi hafa stjórnvöld byggt á niðurstöðum samstarfs við Norrænu ráðherranefndina, m.a. með því að taka tillit til norrænu næringarráðanna. Tekið er tillit til þess mismunar sem er á löndunum og hefur samstarfið haft í för með sér umbætur bæði hvað varðar vöruhópa og viðmið. Verið er að fjalla um nýju viðmiðin í framkvæmdastjórn ESB og getur Skráargatið í fyrsta lagi tekið gildi sem norrænt næringarmerki í maí 2009.

Með því að sameinast um eitt næringarmerki munu löndin einnig koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir í viðskiptum milli landanna. Þegar vara er merkt Skráargatinu munu sameiginleg viðmið tryggja að samkomulag er í löndunum um sölu á vörunni. Þetta er til hægðarauka bæði fyrir framleiðslufyrirtæki og smásölum.

Enn sem komið er, eru það einungis Svíþjóð, Noregur og Danmörk sem taka þátt í verkefninu, en öll norrænu ríkin hafa samþykkt notkun þess. Finnsk stjórnvöld nota enn ekki merkið, en velta því fyrir sér hvort nota megi viðmið þess ásamt þeim sem þegar eru notuð í tengslum við Hjartamerkið sem er finnskt næringarmerki. Til lengra tíma litið er einnig mögulegt fyrir Ísland að taka þátt í samstarfinu þannig að það verði almennt notað á norrænum grundvelli.

Könnun um Skráargatið 2009: http://www.helsedirektoratet.no/vp/multimedia/archive/00096/Rapport_N_kkelhullme_96339a.pdf

Norrænu næringarráðin: http://www.norden.org/pub/sk/showpub.asp?pubnr=2004:013


mbl.is Maður sem borðar allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband