Færsluflokkur: Ljóð

Vondslegt á voru landi verður enn tíðarfar

Leyfi mér hér að birta kveðskap -Vormenn Íslands- eftir Jónas Friðrik Guðnason sem kom út í bókinni - Flóðhestar í glugga árið 1978.

Þetta á við nú sem aldrei fyrr!

Vormenn Íslands (brot)

Vondslegt á voru landi

verður enn tíðarfar

Magnaður margur fjandi

mannlífsins hér og hvar.

Þrælarnir prúðir þreyja, 

þegjandi síðast deyja. 

Hagnast svo höfðingjar.

 

Verðbólgin vella fljótin

víða, og gera tjón.

Væta þó varla fótinn

velalinn bisnessljón.

Eiga sitt allt á landi,

aðrir þá lenda í standi.

Heyra ei hálfa sjón.

 

Valdsmanna váleg iðja

verður á flesta grein.

Hver annan státnir styðja.

Stela og vinna mein.

Almúgans axlir hlaða

álögum, tapi og skaða

Fælast ei fjörráð nein.

 


Áfangasigur á fleiri vígstöðvum og tattúþref

Ég verð seint áhangandi sjónvarpsefnis um íþróttir en í dag var erfitt að halda sig frá skjánum. Ég hlustaði reyndar meira en horfði. TIL HAMINGJU ÍSLAND! Nú hefði Sylvía Nótt getað sungið fullum hálsi með örlítið breyttum texta svo við ætti. Ég er rosalega stolt af þeim drengjunum og vona svo sannarlega að þeim vegni sem best á sunnudag gegn Frökkum.

 Annar áfangasigur náðist í máli Paul Ramses þegar að Björn Bjarnason tók ákvörðun um að taka upp mál hans að nýju. Þetta þýðir að fjölskyldan getur sameinast á ný..Það er góð ákvörðun og í leiðinni sigur fyrir þá sem börðust fyrir því að mál hans yrði tekið upp. Gleði, gleði. Eg fékk einmitt póst frá henni Önju vinkonu minni sem var að segja mér að það væri sko ekkert grín að búa í Nairobi þessa dagana. 

Á meðan að ég tvísteig hér heima yfir hvort ég ætti að taka þátt í hlaupinu á morgun (róleg! bara skemmtiskokk hlutanum, ég er víst ekki hæf í hálfmaraþonið ennþá, hvað þá það heila), tilkynnti sonur minn mér að hann væri mjög lítið gefinn fyrir að streða og hann væri nú bara ánægður ef hann fengi fimm í einkunn í menntaskólanum.

Mér hraus hugur við þessum staðhæfingum. Mundi allt í einu eftir hvað ég var sjálf var lítið gefin fyrir metnað á menntaskólaárunum, nema auðvitað bara í því sem ég hafði einhvern persónulegan áhuga á.

Hann er blessaður á einhverju tilkynningaskeiði þessa dagana. 

 Í leiðinni tilkynnti hann að hann ætlaði að láta fara að tattúvera sig. OOOHHH. Mér finnst tattú ekki fallegt, en ég er búin að humma svona hluti, þegja eða þykjast vera upptekin yfir einhverju þegar hann tekur þessa takta, einmitt til að efla hann ekki í þessari dillu sinni í á annað ár. Allir vinirnir eru orðnir stimplaðir einhvers staðar á kroppnum.

Í þetta skiptið tók ég umræðuna upp við hann og benti honum á að einhvers konar slagorð sem hann ætlaði að  láta setja á brjóstkassann á sér gætu verið orðin úrelt eftir nokkur ár. Hlutir hreinlega breyttust stundum með tímanum og tiltrú manns á ákveðnum fyrirbærum eða persónum gæti einnig tekið breytingum. Ég sagði honum sögu af manni sem ég þekki úr æsku minni sem að var með amorsör í hjarta á upphandleggnum og upplitaðan borða yfir sem á stóð María. Vandinn var að konan hans hét eitthvað allt annað. Börnin hans þurftu því oft að svara fyrir hver þessi María væri. 

Við rifjuðum líka upp tattúsögu Troels frænda hans sem að hafði tattúverað allar kærusturnar sínar á einum handleggnum, þar sem nafn einnar tók við af annari þartil að armurinn var uppurinn og sú síðasta sem hafði fengið arma-ástarjátningu var farin úr hreiðrinu.

Troels fór þá í danska herinn og gegndi störfum víða um heim til að gleyma þessum bernskubrekum sínum og er nú með "tribal" tattú frá öxl niður að úlnlið til að fela öll kvenmannsnöfnin.

Ég veit svo sem ekki hvort ég náði einhverju fram með þessum vangaveltum um misheppnað tattú. Það mátti altént reyna. 


Hjólað undir regnboganum

Veðrið var haustlegt í dag því verður ekki neitað, en stundum gerast ævintýralegir hlutir þegar minnst varir. Ég hjólaði alla leið undir miðjum regnboga úr vinnunni og heim til mín. Það var hreinlega yndislegt og þó að rigndi, haglaði og vindaði á brjóstkassann, þá var ég hamingjusamasta kona Íslands. Ég var að hjóla undir regnboganum og ég óskaði mér. Það var gaman. En það er líka leyndó.litir regnbogans

Hannes Pétursson og Langt Hjem til mennesker

Ég hef verið að blaða í gamalli þýðingu á ljóðum Hannesar Péturssonar sem gefin var út í tveimur bindum árið 1966. Það er auðvitað hálf skrýtið að vera að lesa danska þýðingu á íslenskum ljóðum í þeirri vitund að íslenskan sem tungumál er svo mörgum sinnum ljóðrænna en það danska. En það er samt gaman. Ljóðabálkurinn Tid til Intet, Tid til alt er klassískur eins og margt sem að Hannes orti. Hér er einn bálkanna:

Hvad magter digtets ord?

Stålet har fået vinger

og flyver

Langt hinsides ørnens hjemsted.

Hvad magter ordene?

Digtets net bristet?

Gjort af kattens gang

bjergets rødder.

Å dage

da verden var en fisk

i digtets vod.


Súpað úr fjörunni

Mig langar svo að verða ástfangin!

hrista olíubrákina af vængjunum

ganga út í sumarið

og horfa á skýlausan himinn

Maður á að elska eins og maður hefði aldrei særst

þá andar maður

kvikan fær súrefni

og þindin hlær


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband