Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Kasínó kapitalismi og trúarhreyfingar viðskiptanna

Susan Strange uppnefndi alþjóðlega fjármálakerfið þessu myndræna nafni - Casino capitalism árið 1986.

Ron Martin sem skrifaði bókina "The economic geography of money" skrifaði:

"The geographical circuits of money and finance are the "wiring" of the socio-economy....along which the "currents" of wealth creation, consumption and economic power are transmitted...money allows for the deferment of payment over time-space that is the essence of credit. Equally, money allows propinquity without the need for proximity in conducting transactions over space. These complex time-space webs of monetary flows and obligations underpin our daily social existence."

Nassim Taleb hittir naglann á höfuðið þegar hann setur tíma-rýmis samdráttinn í samhengi og segir að nú sé hægt að rústa hagkerfi á nóinu með tölvu- og samskiptatækninni einni saman.

Rafrænu tengingar fjármálakerfisins á alþjóðavísu og yfirfærslur í cyberspace eru vírarnir og félagshagfræðin er fólkið sem kemur sér upp ákveðinni skilvirkri hegðun í kerfi þar sem eru ákveðnir hvatar til að græða peninga.

Fjármál eru samkvæmt Peter Dicken (sem skrifaði Global Shift) eitt af mest umdeilanlegu hagrænu atferlunum vegna sögulegra tengsla þeirra við sjálfstæði þjóða. Allt frá því að elstu þjóðríki heims byrjuðu að myndast hefur sköpun fjármagns og drottnun yfir því verið álitið miðlægt fyrir viðurkenningu og afkomu.

 David Harvey hefur sagt að hver kreppa og missir fjármagns beri með sér tilfærslur efnislegs auðs (verðmæta). Þannig séu krepputímar tímar tilfærslna á fjármagni og auði. 

Segja má að Nassib Taleb hafi á réttu að standa þegar hann bendir á að tölvu og samskiptatækni og fjármálaverkfræði saman hafi orðið til þess að enginn hafi skilið kerfið og því hafi getað farið sem fór, en hann ræðst ekki á rætur illgresisins nema að takmörkuðu leyti af því að sá tilbúni væntingaauður sem festi sig í bókhaldi fyrirtækja var bara bóla. Það er því ekki sá bólgni auður sem allur færist um heimsbyggðina landa í milli, svæða í milli, ríkis og fyrirtækja í milli, fólks í milli -heldur töluvert rýrari summa sem allir reyna að kraka aðeins úr.

Auður er skilgreindur mismunandi á mismunandi tímum og gott dæmi um það er dæmisaga Kanadíska blaðamannsins Mark Kurlansky sem skrifaði hina margfrægu bók "Cod". 

Vegna þorsksins hafa stríð verið háð og bylting brotist út. Heilu hagkerfin hafa risið og riðað til falls - allt frá Boston til baska - þorskaðli til þræla, kaþólikkum til konunga, sjómönnum og sælkera.

Svo var þorskinum fyrir að þakka að á átjándu öld hafði Nýja England öðlast sess sem alþjóðlegt viðskiptaveldi í stað þess að vera aðeins fjarlæg nýlenda sem hungrið vofði yfir.

Í Massachussets var þorskurinn ekki lengur bara matur, heldur var hann nánast tilbeðinn. Þorsk-aðallinn var hópur fólks sem átti auð sinn að þakka þorskveiðum allt aftur til 17.aldar og sem dýrkaði fisktegundina mjög opinskátt (á peningum komu þorskar fyrir, húsakynni voru prýdd myndum af honum osfrv.)

Við erum komin svo langt í tækninni og svo mörkuð af kasínó kapitalismanum í samtímanum að við áttum okkur ekki alltaf á að verðmætin sem verið er að sýsla með eru óhaldbær symbólsk kerfi sem þó geta ráðið örlögum fólks, lífi og dauða.

Mér finnst reyndar Nassim Taleb nokkuð glöggur þegar hann líkir fjármálakerfinu og örlögum þess við trúarkerfi þar sem menn misstu sig í ofsatrú.

Skrýtið að eitthvað svo ofur-óhaldbært sé svo haldbært þegar kemur að afdrifum fólks! 

 

 

 

 


mbl.is „Þið settuð Ísland á hausinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvæg greining danska ríkissjónvarpsins á stöðu Íslands

Ég datt af tilviljun ofan á umfjöllun fréttagreiningar/samfélagsrýni-þáttarins Horisont í danska ríkissjónvarpinu, stöð 1 (DR1) frá því í gærkvöldi.  Það var afbragðs greining en það sem er auðvitað forvitnilegast fyrir Íslendinga að heyra er greining Poul Thomsen, yfirmanns AGS (IMF) á stöðu Íslands og möguleikum og hvernig að hann rýndi í stöðuna þegar stjórnvöld hér á landi leituðu til sjóðsins.

Endilega kíkið á Horisont hér!


Hinn umdeildi tími þegar botninum er náð!

Á síðustu dögum hafa þjóðhöfðingjar eins og Obama talað um að nú væri botninum náð í heimskreppunni og að í sjónmáli væri hægur uppgangur sem tæki mjög bráðlega við. Hér á landi hafa þessar raddir endurómað meðal einhverra einnig. En það er fyrst nú sem að forsvarsmenn alþjóða gjaldeyrissjóðsins viðurkenna fyrir alheimi að spár um efnahagsgengi þjóða á komandi misserum mun ekki ganga eftir og að sú kreppa sem nú ríður yfir í heimsefnahagsmálum er ekki skammvinn bóla.

Ég hef síðan 2005 talað um að efnahagslægðin væri óumflýjanleg en hafði ekki reyndar fyrr en fyrir tæpum tveimur árum síðan áttað mig á að umfang efnahagslægðarinnar gæti orðið svo mikið sem raun ber vitni.

Mjög virtur fræðimaður í mínum fagheimi, Carlota Perez en hún er sérfræðingur í tæknihagrænum bylgjum, kenningum sem upprunalega voru þróaðar af fræðimanninum Kondratiev, skrifaði athyglisverða bók sem var gefin út árið 2002 sem spáði fyrir um hið mikla alþjóðlega efnahagshrun sem óumflýjanlega afleiðingu af tæknihagrænu tímabili sem í raun leið undir lok um þúsaldamótin 2000.

Bókin heitir Technological revolution and financial capital: The dynamics of bubbles and golden ages.

bubbles_golden_ages_peq2.jpg

Í henni fer Carlota í gegnum þær fimm tækni byltingar sem hafa umbreytt félagsstofnanalegu umhverfi á hverjum tíma og leitt af sér tímabil hagvaxtar og framsóknar síðustu tvær aldir. Sú síðasta sem var um það bil að líða undir lok um og eftir þúsaldamótin var knúin af uppfinningu hálfleiðarans (microprocessor - örgjörvans) sem umbreytti nær öllum forsendum atvinnulífs og hagvaxtar á jarðkringlunni í nokkra áratugi.

Það sem tók við þegar að drifafl síðustu tæknibyltingar var að líða undir lok var mikil spákaupmennska í hagkerfi sem ekki gat framleitt neitt en umhverfðist um að búa til ný og óáþreifanlegri verðmæti byggð á peningum, og ýmsum snúnum verðbréfum og virðismati þeirra.

Carlota ber þessa örvæntingarfullu tilraun til að halda heimshagkerfinu á fullum útblæstri hagvaxtar saman við tímabilið sem tók við eftir mikla framrás tækniframfara undir aldamótin 1900 og eftir sem leiddu jú eins og kunnugt er til síðustu heimskreppu.

Perez lýsir því hvað ferlið undan hruni einkennist af:

Þegar fer að halla undan fæti tímabilsins byrjar fjármagnsauður að verða ráðandi viðmið og auðsöfnunin byrjar að takmarkast við fasteignabólur og erlend ævintýri með fjármagni þar sem allt skynsamlegt verðmætamat er fyrir borð borið. Eignabólgur verða til samtímis með að skuldasöfnun eykst í glæfralegum takti og eyðast upp í spilavíti spákaupmennskunnar. Á þessu stigi verður mikið misræmi milli pappírsauðs og raunverulegs auðs, milli raunverulegrar arðsemi eða afleiða og fjármagnsgróða. En skynvillan getur ekki varað við og togstreitan sem af því skapast að viðhalda henni er dæmd til að enda í hruni. Þetta getur átt sér stað í röðum af mismunandi og skemmri kreppum á einum markaði eftir öðrum, í risahruni eða samblöndu af báðu. Eitt er allavega víst. Bólan brestur.


Ég lærði heilmikið af þessari lesningu.

 

Ég hvet ykkur til að lesa þetta athyglisverða verk.

 

Nokkur grunnatriði: 

 

Tæknibreytingar eiga sér stað í klösum djúpstæðra nýsköpunar sem skapa árangursríkar og aðgreinanlegar byltingar. Þegar þær eiga sér stað er allri framleiðsluskipan umbylt í kjölfarið.

Það er "funktional" mismunur milli fjármagn auðs og framleiðsluauðs (capital) þar eð hvor þeirra leitar arðs eftir mismunandi leiðum.

Vanburðir til að takast á við breytingar og andóf gegn breytingum á römmum félagsstofnana (félagsstoðir) í samanburði við tæknihagrænt umhverfi er knúið fram af samkeppnis þrýstingi.

 

Fjöldaframleiðslubyltingin setti mark sitt á flestar stofnanir/stoðir samfélagsins á tuttugustu öld og var undirliggjandi miðlægum stjórnvöldum og fjöldaneyslu mynstrum í fjórum stórum hagvaxtarstjórnunartilraunum sem settar voru upp til að nýta sér tæknina. Þetta voru Keynesiskt lýðræði, Nazi-fasismi, Soviet socialismi og ríkisþróunarstefnan í hinum svokölluðu þriðja heimslöndum sem hvert um sig hafði sín einkenni í stjórnarháttum.

 

 

 


mbl.is Svört spá frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar betur er að gáð....villandi frétt!

Skvt. frétt tilheyrir Norðurpóllinn Dönum. Blaðamaður mbl. skrifar formlega, það er ekki rétt. Það hefur ekki verið gengið frá neinni eignarhaldsskiptingu á Norðurpólnum enda væri fáránlegt að eigna einni Heimsveldisþjóð þau sker sem eru undirstaða ísalagsins þar. Norðurpóllinn er ekki fast land líkt og Suðurpóllinn. Suðurpóllinn er ekki í eigu neins en nokkur ríki hafa þar yfirráðasvæði. Er Ísland í eigu einhvers? Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta?

Það er einnig athyglisvert að Ron McNab sem tjáir sig í upprunalegu fréttinni úr Jótlandspóstinum hefur verið sagt upp störfum nýlega hjá Kanadísku Jarðvísindastofnuninni en það kemur ekki fram en auðvitað er forvitnilegt að vita hvort það er ástæðan fyrir því að hann er svona æstur að tilkynna einhverjar túlkanir á skýrslu sem enn er ekki formlega gefin út á vegum stofnunarinnar og væri hvort eð er bara fyrsta viðleitnin til að skilgreina skiptingu landgrunnsins neðansjávar (eins umdeilanleg aðferðafræði og það nú er).

Ég gef ekki mikið fyrir svona fréttir - þær eru í besta falli villandi fyrir upplýsta umræðu um gang mála á Norðurslóðum.


mbl.is Norðurpóllinn í eigu Dana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf samstöðu þjóðríkja í alþjóðasamfélaginu...

Upplýsingaskiptasamningur norrænu ríkjanna við Cayman Eyjar vekur upp vonir um að aukinn þrýstingur þjóða á skattaskjól, vegna efnahagskreppunnar, muni leiða til þess að ríki sem hafa byggt atvinnuþróun sína á vistun fyrirtækja með skattaívilnunum muni smám saman vera knúin til að veita upplýsingar til að skapa sér traust gagnvart alþjóðasamfélaginu.

Margir hafa miklar væntingar til næsta fundar 20 stærstu iðnvelda heims sem ætla nú í annað skiptið að hittast á nokkrum mánuðum til að ræða aðgerðir til að stemma stigu við spákaupmennsku og hamla að grafið sé ennfrekar undan fjármálakerfi hins samtengda heimshagskerfis. 

Ég verð því miður að lýsa yfir að ég ber ekki miklar trú í brjósti til að það takist miðað við hvað menn ætla sér skamman tíma í slíkar viðræður. Þegar að hist var fyrst í Sao Paulo á undirbúningsfundi, og síðan í Washington um miðjan Nóvember spjölluðu fulltrúar þjóðanna saman í hálfan dag. Það er allt of skammur tími til að ná nokkru öðru en einhverskonar yfirborðskenndum sáttmála um markmið. Slíkar viðræður þurfa miklu lengri tíma til að sameinast verði um beinar aðgerðir sem flestir geta fallist á og unnið saman að. 

Sem dæmi tók um fimm daga að móta Bretton Woods samkomulagið á sínum tíma og það var örugglega frekar strembið og hálf stuttur tími.

Ríki heims þurfa að ná samstöðu um nýja ramma fyrir fjármálageirann til að alþjóðavætt viðskiptalíf geti orðið hreinsað af tortryggni og til að traust skapist á ný.

g20_map3


mbl.is Samþykkt að veita upplýsingar um skattaskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband