Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Voru þjóðverjar fyrsta þjóðin? Og hvað eru þeir að verja? Ýmislegt í kýrhausnum!

Sonur minn spurði mig þessarar skrýtnu spurningar í morgun. Við höfum haft svo mikinn tíma til að spjalla og spá undanfarið. Mér fannst þetta nokkuð vel spurt (tek það  þó fram að ég er "biased").

Það hljómar óneitanlega á íslensku eins og þjóðverjar hafi varið sína þjóð alveg sérstaklega. Af hverju heita ekki bretar, bretverjar? Eða belgar, belgverjar? Eða Bandaríkjamenn, Ameríkuverjar? Íslendingar er dregið af Íslandi. Þjóðverjar er dregið af Þýskalandi. Afhverju heita þeir þá ekki þýskingar!?

Það er margt skrýtið í kýrhausnum! Ég fann miða á eldhúsborðinu sem ég hafði dregið með mér heim af veitingastaðnum Simon & Seaforts alla leið frá Alaska (góður fiskistaður, mæli með honum). Í þessum miða er einhvers konar spakmæli, sem ég reyndar myndi varla kalla spakmæli. Það er eftirfarandi:

"I come from a family where gravy is considered a beverage!" Erma Bombeck.

Jahá, þá vitum við það!


Við Elías í Barcelona

Við mæðgin fórum til Barcelona saman, ég að kenna við Universitát Autonoma de Barcelona, og hann sem minn aðstoðarmaður. Við lentum heldur betur illa í því við vorum rænd fyrsta kvöldiðBandit

Hér eru nokkur brot úr dagbókum sonar míns sem að hann skrifaði fyrir bekkinn sinn í utanlandsdvölinni.Grin

Fyrsta kvöldið okkar í Barcelona urðum við fyrir óhappi. Eftir að hafa skoðað Dali safnið, stoppuðum við á Tapas bar við Dómkirkjutorgið sem´hét Bilbao eins og borgin í Baskalandi. Á meðan ég var að ná í tapas var töskunni hennar mömmu stolið. Mamma sat allann tímann á sama bekknum með töskuna við hliðina á sér. Við leituðum um allt og fólkið á staðnum hafði mikla samúð með okkur. Við vorum ráðþrota. Tvær þýskar konur gáfu okkur tvær og hálfa evru svo við kæmumst með lestinni á hótelið okkar. Við fórum á lögreglustöðinaPolice og vorum þar til miðnættis (fjórar klukkustundir), á meðan að mamma var að skrifa skýrslur og loka kortum. Ég sofnaði næstum í gluggakistunni á meðan.

Ég var með mömmu í háskólanum. Nemendurnir voru ekki bara að hlusta á mömmu. Það voru stelpur að biðja mig um að teikna fyrir sig. Við fórum í matarboð heim til Fransesc. Konan hans sem heitir Helena gaf mér Fouet, sem er rosalega góð katalónsk pylsa. Hún kenndi mér katalónsku, að segja: Bono tarde, amdic Elias.

Við fórum að hitta Bíbí á Placa Catalunya. Við gengum með henni á aðal ferðamannagötunni sem heitir Rambla. Þar er mikið af fólki klætt í skrýtna búninga og stendur eins og styttur. Þar eru líka listamenn að teikna myndir af fólki. Ég heimsótti skólann hans Hjálmars. Hann heitir Colegi Sagrada FamiliaInLove einu sinni var skólinn hans allur nunnuskóliWoundering. En það var í gamla dagaGasp.

Hjálmar er í öðrum bekk. Það er bara einn bekkur í hverjum árgang. Hjálmar er að læra lestur, stærðfræði, listasmiðju, spænsku, ensku, tölvur, ritun, kristinfræði og lífsleikni ásamt tónmennt. Matartíminn í skólanum er langur. Hann er milli 13 og 15 á hverjum degi. Skólastjórinn sem hét Carma fór með okkur í skoðunarferð um skólann. Hann er á mörgum hæðum og næstum eins og völundarhúsFrownUndecided

Skólinn er frá 9-17 á daginn. Hjálmar lærir munnlega tjáningu á föstudögum. Honum finnst öll fög jafn skemmtileg í skólanum. Mér finnst listasmiðja skemmtilegustW00tWinkGrin

Eftir heimsóknina lékur við okkur fram á kvöld. Svo fórum við á Pizza staðSmile

 


Öll él birtir upp um síðir

Góðar fréttir bárust í dag úr kerfinu. Drengurinn loks að komast af biðlista yfir á skólaskjólið langþráða og sjónvarpsmarkaðurinn, spældu eggin, líbanon á gólfinu þegar ég kem heim mun heyra sögunni til.  Eldri drengurinn var skólaus svo það varð að bjarga því. Það fékk mig til að hugsa hvurslags óra tíma maður hafði áður fyrr í að velta fyrir sér því sem ég í dag myndi kalla einföld skókaup. Ég held að ég hafi setið í um tíu verslunum og beðið eftir drengnum, velta skóm í hendi sér, máta, hafna, velja, hafna og svona liðu bara næstum tvær klukkustundir. Ég hata að fara í búðir til að dvelja þar langdvölum. Í dag hleyp ég helst inn eftir því sem þarf. Búið, út! En...ég verð raunar að viðurkenna að ég gerði samt kaup sem ég hefði ekki látið mig dreyma um annars.

Flott vísindakona frá Bandaríkjunum, Sharman er búin að dvelja hjá mér síðustu viku. Dagarnir hafa því verið annasamir. Samhliða kennslu og skipulagi næstu annar höfum við setið saman og lagt drögin að þessum "circumpolar" gagnagrunni sem við erum að vinna að. Sharman er óhemju skipulögð og hefur því svolítið dregið vagninn. Ég hef upplýst hana um það sem ég vissi og gat frætt hana um, og svörtu holurnar höfum við dekkað með fundum með sérfræðingum á þeim sviðum sem hún þurfti meiri upplýsingar um. Í morgun vorum við á fundi með ágætum mönnum á hagstofunni. Í kjölfarið ákváðum við að rölta gegnum miðbæinn í átt að háskólanum svo hún fengi eitthvert veður af miðbæjarstemningunni. Og viti menn, ég fann leðurbuxur á rauða krossinum. Ég hef aldrei tímt þessu en alltaf langað í leðurbuxur. Frábært að lenda í svona tilviljanakenndu neysluæði.

Við Sharman höfum átt góða daga saman. Hún er einstætt foreldri eins og ég, ættleiddi tvær stelpur frá Brasilíu sem hún hefur alið upp. Þegar ég tala við svona reynsluríka konu átta ég mig á hvað maður er í raun einangraður frá norminu, þegar maður er einn um hlutina. Við höfum talað heilmikið um tortryggni gifts fólks/fólks í sambúð gagnvart manni sem einstæðingi. Og þegar hún fór að telja upp ýmiskonar upplifanir góðar og slæmar í tengslum við viðhorf og framkomu fólks gagnvart henni, rifjaðist ýmislegt upp fyrir mér sem ég held hreinlega að ég hafi bælt með sjálfri mér. Það bara lauk upp fyrir mér einhverju sem ég hafði ekki áttað mig á.

Þegar maður lifir í svona smæðarsamfélagi eins og okkar er, er ýmislegt sem maður bara tekur sem gefnu. En í Bandaríkjunum þar sem lifa tæp 300 miljónir manns er mun meiri grunnur fyrir því að finna afbrigði ýmiskonar lífshátta. Sharman fannst skrýtið að ég væri ekki í tengslum við aðra einstæða foreldra. Ég hafði einhvern veginn aldrei hugsað út í það, var bara föst í paranorminu þar sem maður er per se tortryggður eða útilokaður. Ég gæti skrifað margt meira um þetta sem kannski er of persónulegt fyrir þessar síður, en hefur fengið mig til að hugsa. Hugsa um gildi samfélagsins, nærumhverfisins osfrv.

Þetta hafði svo mikil áhrif á mig, að ég fór á netið og fór að leita að ferðaskrifstofum sem sérhæfðu sig í fjölskylduferðum fyrir einstæða foreldra. Fann skemmtiferðaskipatúr frá Baltimore til Bahamas á næsta ári. Draumar kosta ekki krónu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband