Færsluflokkur: Bloggar

Vangaveltur um að skrá líf sitt í beinni

Lundinn í flatey

Ég hef lengi velt því fyrir mér að prófa að blogga. Ég hef reyndar oft haft fordóma fyrir þessu miðlunarformi, hefur fundist það full linsoðið og lítið um stóra þanka sem leita á bloggsíðurnar. Oft á tíðum fær maður þó einhvers konar innsýn í daglegt líf fólks hversu óspennandi eða spennandi sem það er eða önnur andans eða efnisins málefni.

Ég á reyndar erfitt með að þola þá sem alltaf eru að fara að baka eða setja í þvottavél..en ætli það sé ekki bara hluti af þessu gráa. Það er kannski einmitt það sem er spennandi við bloggið að allskyns fólk festir hugsanir og daglega hluti niður á blað (þó rafrænt sé), sem annars ekki hefðu gert það. Styrkur bloggsins felst einnig í skilvirkum skoðanaskiptum..

 Ég ætla að gera félagslega tilraun á sjálfri mér og byrja að blogga um allt og ekkert, heimspekileg málefni, pólitísk málefni og alla þá frábæru eiginleika sem ég er búin .-)

Rise and Shine !


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband