WHO í höndum lyfjarisanna !? Stærsta lyfjahneyksli sögunnar?

Á meðan að íslenskir fjölmiðlar velja að fjalla um flugelda, umferðarslys, bankaráðstilnefningar og þingþref er erlendis verið að gera upp fyrsta áratug 21 aldarinnar í ýmiskonar áhugaverðri fréttatengdri umfjöllun.

Samkvæmt umfjöllun síðustu daga í danska dagblaðinu Information eru undarlegir hlutir að gerast innan veggja alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í kjölfar þess að ljóst er að það fár sem greip um sig vegna svínaflensu fyrr á árinu er meira uppblásið en efni stóðu til.

Það undarlega í málinu er að af óútskýranlegum ástæðum var skilgreining á heimsfaraldri breytt og heimsfaraldur flensu tekur nú til nær alls - allt frá saklausum flensum til stórfelldra faraldra.

Ástæðan er talin vera sú að lyfjarisarnir hafa náð að sölsa undir sig völd og áhrif innan samtakanna því eins og gefur að skilja er lyfjaframleiðendum í mun að fá framleiðsluleyfi og viðurkenningu fyrir ýmis konar lyfjum sem stefnt gætu stigu við hugsanlegum pestum. Og ekki er verra að þau hafi á sér WHO stimplun!

Það hefur og verið gagnrýnt að einkaleyfislög nái yfir lyf sem þróuð eru og framleidd með svo víðtæk almanna-heilbrigðissjónarmið að leiðarljósi, - það sé algjörlega óverjandi að leyfa voldugustu fyrirtækjunum í greininni að sölsa undir sig svo mikilvægum einkaleyfum. Það sé einungis ávísun á að þeim verði enn meira í mun að beita fyrir sig fjölmiðlum og jafnvel heilbrigðisyfirvöldum þarmeð talið WHO til að magna upp væntingar og orðróm um stórfellda smitsjúkdómafaraldra til að skara eld að eigin köku í viðskiptum.

Eitt er ljóst að líklega er H1N1 veiran á bakvið svínaflensu ekki sá heimsfaraldur sem læknar höfðu búist við í um fjóra áratugi þar eð faraldurinn hefur einungis fellt rúmlega sex þúsund manns á heimsvísu.

Hvað varðar hina dularfullu skilgreiningarbreytingu WHO á hvað felst í heimsfaraldri hafa ýmsir aðilar, m.a talsmaður heilbrigðissamtaka Evrópuráðsins valið að nota eins sterkar yfirlýsingar til að tjá hneykslun sína á meðförum stofnunarinnar á heimsfaraldursfárinu - sem stærsta lyfjaskandal sögunnar.

Hvað sem öðru líður er ljóst af þessu að það þarf líka að hafa virkt eftirlit með alþjóða stofnunum!

Hér að neðan getur að líta tímalínu heimsfársins svínaflensu - sótt úr umfjöllun 

Tímalína Heimsfaraldursins H1N1

18. mars 2009
Fyrstu tilfelli svínaflensu verður vart í Mexíkó.

25. apríl 2009
Aðalritari alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO, Margaret Chan, kallar flensuvandamálið opinbert neyðarástand á alþjóðlegan mælikvarða.

28. apríl 2009
Sjö lönd tilkynna um H1N1. Viðbragðsstig vegna heimsfaraldur er hækkað í 4 og talið að flensan smitist í milli manna.

29. apríl 2009
Viðbragðsstigið er hækkað í 5. Sterkar vísbendingar eru taldar um að ógn heimsfaraldurs hangi yfir heimsbyggðinni.

11. júni 2009
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO lýsir yfir viðbúnaðarstigi 6. Heimsbyggðin er nú í fyrsta skipti í 41 ár undir áhrifum flensufaraldurs á heimsvísu.

14. júni 2009
Fyrstu dauðsföll af völdum svínaflensunnar eru skráð í Evrópu.

29. júni 2009
Fyrsta tilfelli ónæmis við Tamiflu er skráð í Danmörku.

8. júli 2009
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO gefur frá sér yfirlýsingu um að fyrstu þrjú tilfelli ónæmis við Tamiflu séu tilviljanakennd tilfelli.

3. september 2009
Novartis sendir frá sér yfirlýsingu þess efnis að eftir þrjár klínískar prufur á 100 manns sýni sig að H1N1 bólusetningarblandan verndi 80% eftir fyrstu sprautu og 90% eftir aðra sprautu.

25. september 2009
Evrópska lyfjastofnunin (EMEA) mælir með opinberri viðurkenningu/ vottun á tveimur bólusetningarblöndum frá Novartis og GlaxoSmithKline.

25. október 2009
Bólusetningarvökvinn er á leið á evrópska markaði.

30. október 2009:
Stefnumótunar-ráðgjafahópur Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem samsett er af sérfræðingum um lyfja ónæmi (SAGE) veita WHO ráðgjöf um tilhögun bólusetninga. Niðurstaðan er einföld bólusetning á fullorðna og hluti á ófrískar konur.

1. nóvember 2009
Samkvæmt WHO staðfesta meira en 199 lönd tilfelli svínaflensu. Yfir 6 þúsund skráð dauðsföll eru af völdum H1N1 á heimsvísu þegar hér er komið sögu.

Heimild: www.nature.com

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna

Í Völvuspánni minni sá ég þetta fyrir á Jóladag 2008 og setti á heimasíðu mína í Apríl 2009

Það á eftir að vera verra ssérstaklega í Afríku en þar sem ég látið fólk eins og hráviði um allt en veit ekki af hverju það stafar.

með kveðju

ÞG

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband