Syndaaflausn í sjónvarpi

Flestir fjölmiðlar segja frá sjónvarpsviðtali við Geir H Haarde fyrrum forsætisráðherra Íslands í sænska sjónvarpinu á þá leið að ekki hafi tekist að fá viðmælandann til að taka á sig ábyrgð í útsendingunni. Það er eitthvað hjákátlegt og ankanalegt við þetta. Það er einhver miðaldabragur á þessu.  Er samtími okkar þannig að opinberir aðilar þurfa/eiga samkvæmt "den offentlige mening"/almenningsálitinu að leita synda-aflausnar í sjónvarpinu.

Eru engin takmörk fyrir fjölmiðlagreddunni?

Það er miklu mikilvægara að Geir og aðrir sem að voru ábyrgðaraðilar í upptaktinum að fjármálahruni hér á landi líti í eigin rann og horfist í augu við afleiðingar aðstæðna og ástæður þeirra en að þeir nuddi augun og barmi sér í beinni útsendingu.

Við getum orðið hnarreist þjóð á því að vera sjálfum okkur samkvæm og lifa eftir gullnu reglu lífsins að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að aðrir kæmu fram við okkur.

Ekki á því að leita syndaaflausnar í sjónvarpsútsendingum!


mbl.is Hefðu átt að minnka umsvifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Ég er búinn að hlusta tvisvar á hann óvart á BBC World. Lygin og afneitunin er ótrúleg,. Annaðhvorrt fífl eða útsmoginn lygari sem minnir helst á glottandi glæpamann. Haarde er á leiðinni að verða vinsæll trúður og aljþóðleg sjónvarpstjarna. Er þetta ekki að snúa hnífnum í sárinu í þeirri háðsbylgju sem nú beinist eðlilega gegn Íslandi.

Er bara ekki kominn tími til að handtaka Haarde fyriir sína alvarlegu pólitísku og fjármálaglæpi gegn þjóðinni í staðinn fyrir að leyfa honum valsa um álfuna öllu íslensku til minnkunar?

Ég leyfi mér að fullyrða að hann er a.m.k. sekur um alvarlegt gáleysi sem víða er talið refsivert og því alvarlegra þegar um er að ræða fólk sem hefur gegnt hans fyrri stöðu.

Þegar ég hlusta á Haarde og minnast all í lagi glotttsins hans frá byrjun s.l. árs til Hruns. Það er aðeins eitt orð sem kemur upp í hugann, Sjúkt.

Þorri Almennings Forni Loftski, 19.9.2009 kl. 16:28

2 identicon

Var Geir  " ábyrgðaraðili í upptaktinum að fjármálarhruni hér á landi"?

Hefur hann litið í "eigin rann og horfist í augu við afleiðingar aðstæðna og ástæður þeirra"?

Var hann að leita syndaaflausnar  í þessum sænska spallþætti?

Er allt í lagi hjá þeessum fyrrverandi forsætisráðherra okkar?

Agla (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 20:09

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Að sjálfsögðu bar Geir ábyrgð sem oddviti ríkisstjórnarinnar og fyrir þann tíma sem fjármálaráðherra landsins. Það er enginn efi í mínum huga hvað það varðar. Annað er hvort hann stóð undir þeirri ábyrgð. Mér finnst afneitun einkenna marga sem voru vormenn Íslands á þessum tíma en fæ ekki séð að sjónvarpið eigi að gegna hlutverki skriftastóls, þar erum við á villigötum.

Anna Karlsdóttir, 20.9.2009 kl. 01:05

4 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Skil hvað þú meinar - það kæmi okkur nú að meira gagni að hrunprinsarnir sýndu iðrun og yfirbót í verki heldur en hvort þeir vola í fjölmiðlum

Guðrún Helgadóttir, 2.10.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband