27.8.2009 | 13:23
Hæfniviðmið í íslensku viðskiptalífi
Einhverra hluta vegna var ég alltaf á því að Jón Sigurðsson settur framkvæmdastjóri Stoða (áður FL Group) hefði verið einskonar strámaður. Í ljós kemur eftir nauðasamninga fyrirtækisins sem þekkt er að rak í þrot fyrir fjármálahrun að hann er einkar dýr starfsmaður fyrir illa statt fyrirtæki.
Ég er að spá í hvaða hæfniviðmið liggja til grundvallar launasamnings við hann? Það er einkar áhugavert að vita á hvaða forsendum einhver er launaður þegar að fyrirtæki skulda tugi, jafnvel hundruði milljarða?
Ég spyr sjálfa mig sérstaklega þeirrar spurningar á hvaða viðskiptaviti slíkir útreikningar og tilhögun byggi?
Ætli ég fái eitthvað svar við því ?
Eða benda menn ef til vill bara á lagatæknileg takmörk þess að rifta áður leynilegum launasamkomulagsatriðum?
Kannski byggist hið stórkostlega viðskiptavit á að gera samninga þannig úr garði að sá sem samningurinn um ræðir blæðir aldrei en þeir sem ekki hafa af tilvist hans vitað - fá að borga á endanum þó það verði síðar.
Laun framkvæmdastjóra Stoða lækka um 70% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.