26.8.2009 | 12:16
Íslendingar alltaf bestir og fremstir eða sístir og verstir
Þjóðarsálin (ef hægt er að tala um að fólk eigi einhvern sameiginilegan takt og tón sem deilir sameiginlegu landssvæði) er eins og pendúll!
Annað hvort erum við fremst eða best eða flottust eða fallegust og annað í þeim dúr - eða allt er á hverfanda hveli, við erum algjörir sveppir, síst, verst og alveg ömurlegt. Hér veður uppi spilling á heimsmælikvarða, heimska á heimsmælikvarða, þröngsýni á heimsmælikvarða og þó lengi væri upp talið.
Þetta er náttúrulega svolítið broslegt og alveg efni í þátt a la "Little Britain".
Það er eitthvað svona Monty Python element í Íslendingum mörgum (úps, passa sig að alhæfa ekki!).
Þó það sé síður en svo broslegt hvernig mörgum fyrirtækjum hefur vegnað og hvað þau hafa skellt mikilli áþján á íslenska borgara mörg ár fram í tímann...verð ég að viðurkenna að mér finnst yfirlýsing
Lýðs Guðmundssonar hálf brosleg.
Hann er enn fastur í farinu um að vera annað hvort fremstur í sinni röð - eða hafa orðið verst úti.
lesið vandlega aftur og aftur eftirfarandi setningu:
"áfallið sem exista varð fyrir á einni nóttu var langmesta höggið sem bankahrunið olli einum aðila"
Hvaða gildismat liggur í þessari setningu?
Pælum í því.
Fengum langmesta höggið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.