14.8.2009 | 00:27
Economist miðlar Icesave málinu af vanþekkingu
Eftir að hafa lesið grein Economist átta ég mig á yfirborðsmennsku blaðamennskunnar þar á bæ - og verð auðvitað svolítið örg af því ég hélt að þar á bæ væri grafið í mál. En átta mig líka á að þetta er bara lítil frétt sem ekki er nein djúp-umfjöllun.
Það er alltaf gagnlegt að lesa kommentin og þau eru fjölmörg. Þar fara fram skoðanaskipti sem vert er að kynna sér. Mæli með því
Fannst komment manns með sænskuhljómandi nafn mjög athyglisvert og tek undir orð hans um að skrýtið sé að Íslenskum, Hollenskum og Breskum yfirvöldum yfirsjáist að starfsemi bankanna (innlán til þeirra) voru á skattsvæði þeirra tveggja síðarnefndu. Þeir prettuðu og saklausu innistæðueigendur sem lentu í vandræðum þegar að Landsbankinn gaf upp öndina eru sannarlega ekki öfundsverðir - en þeir settu peningana sína í fjármálastofnun (sem mjög óheppilega bar nafni ICESAVE!!!) sem var starfandi í þeirra landi og hefði þess vegna átt að vera á ábyrgð yfirvalda þar í landi (ég veit að lagatæknilega voru ambögur á því..en samt..)
"The difference between the IceSave Accounts and an account in Landsbanki in Iceland is that the UK and the Dutch Governments collected taxes on the IceSave accounts, not the Icelandic Government. The Icelandic Government has guaranteed all accounts that paid taxes in Iceland, whether owned by Icelanders or foreigners. The UK and Dutch Governments collected the taxes on the IceSave accounts without complaint. But the Icelandic taxpayer should bear the cost when things went wrong.
The Icelandic Government fullfilled all the rules and regulations as requiered by the EU, more than many of the contries with full membership. There is nothing in the EU directives that stipulates that the Deposit Guarantee Fund should come with a guarantee from the Icelandic Government. On the contrary the the European Court of Justice has ruled otherwise in a comparable case. The UK and Ducth Governments refused to take the dispute to a court of law and the UK Government applied the Anti Terrorist Law to a small friendly nation, a member of NATO and the European Economic Zone, frose all its foreign assets, and tried to blackmail it into submission." /SvenSvensson
Hvaða réttlæti er það að skattborgarar annars staðar, í þessu tilfelli á Íslandi eigi að bæta þeim upp missinn.
Þó ég sé sannfærð um að semja verði..til að komast áfram í stafrófinu..þá er ég samt döpur fyrir hönd barnanna minna og tek undir orð Kristrúnar Heimisdóttur - við hefðum þurft að vera meira proaktiv gagnvart alþjóðastofnunum í málinu til að gera málstað okkar sýnilegri.
Fjallað um Icesave-deiluna á vef Economist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að benda á þessum rökum svíans.
Og manni finnst einmitt eins og þessi umræða hafi náð þessa dýpt, aðeins of seint... íslensk stjórnvöld hálf aðgerðalaus, eins og í vetur. ( Tek samt ekki undir með þeim sem vlja hrunsmenn aftur tl valda :-)
Morten Lange, 14.8.2009 kl. 23:18
takk fyrir þessa ábendingu anna.
snnudagskveðja til þín
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.8.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.