10.8.2009 | 10:25
Vondslegt á voru landi verður enn tíðarfar
Leyfi mér hér að birta kveðskap -Vormenn Íslands- eftir Jónas Friðrik Guðnason sem kom út í bókinni - Flóðhestar í glugga árið 1978.
Þetta á við nú sem aldrei fyrr!
Vormenn Íslands (brot)
Vondslegt á voru landi
verður enn tíðarfar
Magnaður margur fjandi
mannlífsins hér og hvar.
Þrælarnir prúðir þreyja,
þegjandi síðast deyja.
Hagnast svo höfðingjar.
Verðbólgin vella fljótin
víða, og gera tjón.
Væta þó varla fótinn
velalinn bisnessljón.
Eiga sitt allt á landi,
aðrir þá lenda í standi.
Heyra ei hálfa sjón.
Valdsmanna váleg iðja
verður á flesta grein.
Hver annan státnir styðja.
Stela og vinna mein.
Almúgans axlir hlaða
álögum, tapi og skaða
Fælast ei fjörráð nein.
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Bækur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.