Arfleifð Anders Fogh

Það er nokkuð nýtt að Danmörk sé milliliður í skattundanskotum þar sem landið hefur löngum þótt óhentugur staður fyrir fjármagsneigendur. Þeir hafa yfirleitt flúið með aðsetur sitt til Englands eða Ermasundseyjanna, nú jafnvel til Frakklands þar sem ríkisforræði hefur oft verið talið nokkuð. Ástæðuna má rekja til hárra fjármagnsskatta í landinu. Nú eru að verða níu ár síðan ég fluttist brottflutt frá landinu og ég sé að ýmislegt hefur gerst í millitíðinni. Ég álykta því að uppkomin staða sé afleiðing af stefnu úr stjórnartíð Anders Fogh Rasmussen - sem nú er nýr NATÓ framkvæmdastjóri. Humm - ekki gott fyrir orðstír hans....eða hvað?

Danmörk hefur breyst til hins verra síðari ár í tengslum við innrætingu á samábyrgð. Forhert einstaklingshyggja og tortryggni gagnvart náunganum er daglegt brauð þar í landi ólíkt því sem var fyrir rétt rúmum áratug. Það er ein afleiðing af umbreytingum samfélagsins í stjórnartíð Venstre.

Jafnvel þótt Asger Aamund, einn helsti business-víkingur dana haldi fram að danskt þjóðfélag sé á heljarþröm vegna þess að þar sé ekki raunveruleg atvinnu- og hagþróun held ég að í danskri þjóðarsál búi hugmyndir um jöfnuð í þjóðfélaginu með sameiginlegri ábyrgð og framlagi. Aamund heldur því fram, sérstaklega nú þegar að líftæknifyrirtæki nokkur sem hann er stjórnarformaður fyrir standa efnahagslega illa - að þjóðfélaginu sé haldið uppi á endalausum tilfærslum opinberra skattekna til hags fyrir atvinnulausa og sífellt stærri hóp opinberra starfsmanna og bákns. Með þessu er hann að segja að dönsk stjórnvöld þurfi að sýna meiri festu í að styðja við bakið á einkareknu atvinnulífi. Þegar vel gengur er hinsvegar uppi á honum tippið og hann básúnar að dönsk stjórnvöld þurfi að sýna meiri slaka í reglugerðum og eftirliti með viðskiptalífinu svo það geti nú almennilega blómstrað.

Það er svolítið gaman að fylgjast með pendúl-hreyfingum í boðskapi hagsmuna-aðila frá einni tíð til annarar. Þá er gott að borða fisk og viðhalda góðu minni.

Ég er viss um að eins og hver annar pólitískur refur mun Anders Fogh og eftirmenn hans örugglega hafa flóttaskýringar á reiðum höndum. Þeir voru örugglega einhvers staðar annars staðar, t.d að æfa lögreglukórinn.  Það verður gaman að fylgjast með því


mbl.is Danmörk milliliður í skattundanskotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband