25.7.2009 | 15:51
Streitulosandi meðferð
Fyrir utan að njóta ásta (hehe) er mikilvægt að gera eitthvað í frístundum sem að fyllir mann gleði. Þannig getur maður orðið betra foreldri og fólkið í kringum mann hamingjusamara. Mitt framlag í dag til að bæta líf fólks í kringum mig - ef það kýs svo - er að leggja hér fram pottþétta uppskrift að Mjaðar-saft. Alveg skotheldur sumardrykkur sem feilar ekki og kostar ekki mikið að laga.
Týnið minnst 40-50 knúppa af Mjaðurtablómum (sem eru í blóma nú) einhvers staðar út í móa.
Sjóðið 2 lítra af vatni með 1.kíló af sykri (gæti t.d verið helmingur hvítur og helmingur brúnn eða minna unninn sykur).
3 -4 sítrónur (helst lífrænar, annars vel skrúbbaðar) í sneiðum
Leggið blóm og sítrónur í skál eða pott í lög eins og lasagna - hellið síðan sykurvatninu yfir.
Látið kólna niður í stofuhita á meðan að hrært er varlega í mjöðnum.
Setjið skál á kaldan stað í fjóra sólarhringa og passið að hræra vel að minnsta kosti tvisvar sinnum á dag.
Síið vökvann í gegnum sigti og grisju og setjið á flöskur
Ef að þið notið glerflöskur þurfið þið að halda þeim í kælingu - annars plastflöskur.
Njótið - útþynnts drykkjarins með kolsýrðu vatni og klaka eða kranavatni - Astminn hverfur og sumarið verður ykkar.
Njótið vel!
Streita hefur áhrif á astma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Ferðalög, Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Er þetta satt. Er hægt að losna við allan fjandann og sérstaklega þetta astma bara með svona drykk? Of gott til að vera satt? Eða. Hverju á fólk að trúa. Allskonar "medicin" kemur og fer í sögunni en samræmið er að þau eru einu og bestu í þátíð. Mikið af þessum jurtameðulum eru byggðar á þessum jurtum okkar og meðulum í dag voru og eru óaðskiljanlegar, en að fara út í þá sálma að þetta eða hitt "lækni" eitt og annað er röfl og della. þetta veit Wolfang
Wolfang
Eyjólfur Jónsson, 25.7.2009 kl. 22:26
Sæll Eyjólfur og takk fyrir innlitið. Ég held að það sé erfiðara en svo að losna við fjandann - þú verður víst að fara í nornabúðina eða nota einhver sterkari meðul til þess
Anna Karlsdóttir, 6.8.2009 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.