Breakthrough - Bandaríkjamenn vilja menga minna

Þetta er án efa ein helsta frétt dagsins að Bandaríkjamenn hafi loks, þótt naumlega væri, samþykkt að leggja áherslu á minnkun loftmengunar og mótaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Ein helsta hindrunin er fallin og nú stefnum við í átt að mótun græns hagkerfis. Þegar Bandaríkjamenn hósta leggst heimsbyggðin í rúmið eins og einhver mannvitsbrekkan sagði forðum. Það á einnig við um flestar stórpólitískar aðgerðir, líka á umhverfissviðinu og alveg afdráttarlaust á tæknisviðinu.

Nú þurfa Kínverjar, Brasilíumenn, Indverjar og fleiri stórþjóðir að fylgja í kjölfarið. Vonandi tekst þá að gera Þessa aðila hlutaðeigandi að sáttmálanum sem samÞykktur verður á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember næstkomandi.


mbl.is Loftslagsfrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband