17.6.2009 | 00:42
Leikrit sem þarf að setja aftur á fjalirnar
Mér fannst gaman að sjá Grímu verðlaunaathöfnina og kraftinn sem býr í sviðslistafólkinu okkar. Af því er ég stolt enda alltaf verið heilluð af listformum leikhússins í sinni víðustu mynd. Leikritið Utangátta var verk sem ég missti af á sínum tíma þegar það var sýnt og var svolítið leið yfir því. Ég vona þess vegna að það verði sett aftur á svið svo ég geti notið meistaraverksins með haustinu.
Utan gátta fékk flest verðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það er löngu búið að ákveða það, verður sett upp í haust aftur.....drífðu þig því þetta er æði.
Einhver Ágúst, 17.6.2009 kl. 00:46
Frábært - ætla að fara!
Anna Karlsdóttir, 17.6.2009 kl. 01:07
Prófaðu endilega að horfa á spænsku myndina Labyryntho del Fauno á undan, hún getur styrr þér stundir fram að sýningu og svo er ákveðin tenging.....
Einhver Ágúst, 17.6.2009 kl. 08:36
takk fyrir tipsið Ágúst - geri það.
Anna Karlsdóttir, 17.6.2009 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.