Hin erfiða aðstaða í íslenzkum efnahagsmálum - gamall sannleikur og nýr

Ég er þess fullviss að 25% verðhækkun á matvöru er puntuð meðaltalstala sem endurspeglar í raun ekki stöðu mála. Fjárhagsörðugleika íslenskra fjölskyldna má meðal annars sjá í sífellt mjóslegnari innkaupa-pokum.

Hvað um það.

"Hin erfiða aðstaða nauðsynjavöruverslunar hér á landi hefur staðið í vegi fyrir æskilegri þróun verslunarinnar. Kemur þetta neytendum í koll, þegar til lengdar lætur. Samkvæmt lögum um verðlagsmál skal álagning ákvörðuð ekki lægri en svo, að heiðarleg og vel rekin verslun beri sig. Þetta ákvæði laganna hefur verið brotið.

Afkoma og staða nauðsynjavöruverzlunarinnar í dag hér á landi er mikið alvörumál. Ef verslunin á að gegna hluverki sínu í þjóðfélagi nútímans, verður að skapa henni betri rekstursskilyrði. Verslunarsamtökin og stjórnvöldin verða í samvinnu að finna lausn á þessu vandamáli.

Framundan eru miklir erfiðleikar í íslenskum efnahagsmálum. Aðalatriðið hlýtur að vera það, að endurreisa íslenskt athafnalíf. Undirstaða undir varanlega velmegun og góð lífskjör eru traust fyrirtæki. Segja má, að fyrirtæki séu máttarstólpar þjóðarbúsins og þess vegna verður að búa þannig að þessum máttarstólpum, að þeir standist vinda og él efnahagslífsins. Það sem skiptir mestu máli er stöðugt verðlag. Það verður að halda verðbólgunni í skefjum. Allir ættu að geta orðið sammála um það"

Skrifað 11.júní 1967 af Erlendi Einarssyni í Ársskýrslu SÍS 1966 (65.starfsár)

Gömul saga og ný!!!!!!!

sis.jpg Heimild: Sýningin bernskan -  þjóðminjasafni.


mbl.is Fjöldi fyrirtækja í ríkiseigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband