5.5.2009 | 12:51
Harmafregn um pokadýr
Það er harmafregn að heyra að íslenskt ungmenni skuli hafa látið plata sig útí að vera pokadýr með eiturlyf. Það er ein sú vitlausasta ákvörðun sem fólk getur tekið en því miður eru mýmörg dæmi um ungmenni sem hafa látið sig hafa það í von um skyndigróða. Því miður er hætta á að íslensk ungmenni láti fleka sig á þennan hátt þegar að útlit fyrir tekjur versnar og ýmiskonar örþrifa-aðgerðir leita á hugann.
Ekki vildi ég hýrast í fangelsi í Brasilíu það segi ég satt - ég held að það séu mjög mannskemmandi aðstæður með ýmiskonar kúgun og bælingu (og fullt af eiturlyfjum af verra taginu en Kókaín) sem maður vill helst ekki hugsa um.
20 ár á bak við rimla og slá er ekki fýsileg framtíðarsýn fyrir ungt fólk. Það kemur niðurbrotið og skemmt út úr slíkri reynslu nema það sé því sterkara, ef það lifir slíkar aðstæður af á annað borð.
Íslenskar lýðheilsustofnanir ættu að huga að þessu og koma af stað áróðursátaki til að vekja athygli ungra íslendinga á að það er ekki gaman að þurfa að éta pöddur í Tailensku fangelsi til frambúðar, eða þurfa að taka þátt í krakkstríði innan veggja fangelsis í Brasilíu.
Það er vond vision!
Íslendingur handtekinn í Brasilíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Heilbrigðismál | Facebook
Athugasemdir
íslensk ungmenni eða erlend,skiptir ekki máli þetta lið er ekkert betra en barnaníðingar og morðingjar enda tilgangurinn sá sami svo ég vona að þessi aðili þurfi að éta pöddur í Brasilsku fangelsi minnst 20 ár.
zappa (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 13:04
Kæra Zappa
Ég óska engum hvorki fórnarlömbum eiturlyfjabaróna (fíklunum sjálfum) - né ungmennum (af hvaða þjóðerni sem þau eru) þess að eiga litla eða dapra framtíð í vændum.
Anna Karlsdóttir, 5.5.2009 kl. 13:07
Zappa; ég vona að þú þurfir ALDREI að selja þitt frelsi, fyrir slíkan dóm. Ég þekki of marga, sem hafa verið keyptir til slíkra verka - og þurfa nú að sitja af sér slíka dóma. Skoðun þín veldur mér velgju og VIÐBJÓÐ!
Á meðan þeir, sem fjármagna þetta kjaftæði, lifa í vellystingum á sólarströndu, þurfa burðardýrin að lifa í slæmum fangelsum hingað og þangað um heiminn. Þú þekkir greinilega ekki RASSGAT nokkuð til í þessum heimi ólöglegra vímuefna, og ættir helst ekkert að vera að tjá þig um þessi málefni.
Skorrdal (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 13:34
Því miður er það svo að á meðan að ungt bláeygt fólk steypir sjálfu sér í glötun með því að taka þátt í dreifingu eiturlyfja á þennan hátt sitja hinir raunverulegu glæpamenn (yfirmenn eiturlyfjahringana) í vellystingum einhvers staðar eins og Skorrdal segir. Þeir eru óhreyfanlegir enda oft með ítök ekki bara í undirheimum heldur oft langt inn í stjórnsýsluna og ákvarðanatöku samfélaganna.
Anna Karlsdóttir, 5.5.2009 kl. 13:54
Þetta er miklu frekar gleðifregn en harma. Því meira sem yfirvöld komast yfir af þessum viðbjóði, því betra. Uppkomið fólk á að geta gert sér grein fyir afleiðingum gerða sinna.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.5.2009 kl. 14:41
Jú mikil ósköp - það er gott að flett er ofan af flutningi og flutningsleiðum ólöglegra fíkniefna - hinsvegar tel ég það ekki gleðifregn að upprennandi borgarar séu leiksoppar í því - en það er klassískt vandamál í eiturlyfjaheimum. Því miður.
Anna Karlsdóttir, 5.5.2009 kl. 15:41
Því meira sem yfirvöld komast að þessu því meira er reynt að smygla...
Því miður á þeim aldrei eftir að takast að uppræta fíkniefnamarkaðinn, sama hversu margir deyja eða eru fangelsaðir útaf þessari löggjöf.
Stebbi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 18:28
Við eigum von í upplýstum borgurum af bæði yngri kynslóð og eldri sem að geta tekið sönsum og áttað sig á hvílíkt inferno eiturlyfjasala og flutningar bera með sér...þó lítil von sé til að eiturlyf og allt sem þeim tengist verði upprætt að eilífu.
Anna Karlsdóttir, 5.5.2009 kl. 20:52
Jújú, nú byrjar harmakveinin og vælið í þessum dópsmyglara og aðstandendum hans. Við erum látinn vorkenna honum fyrir að "þurfa" að vera í fangelsi í Brasilíu og s. fr....
Látum þá dúsa þar sem þeir eiga heima. Eyðum ekki krónu í að fá þennan mann framseldan til Íslands, enda höfum við nóg annað við peningana að gera en að flytja inn fanga til að láta þá dúsa á Hrauninu. Þeim er ljós áhættan og þeir verða að taka afleiðingunum ef þeir eru gripnir við smygl á þessum óþvera.
Dexter Morgan, 5.5.2009 kl. 23:28
Drengurinn framdi lögbrot og ber að refsa honum fyrir það en Íslensk stjórnvöld eiga jafnframt að sjá til þess að Íslenskir brotamenn sem fremja afbrot sín erlendis fái viðunandi mannréttindi í fangelsum. Slík mannréttindi eru ekki uppfyllt í þessu Brasilíska fangelsi og því eðlilegt að Ragnar fái að koma heim og taka út sína refsingu hér.
Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.