Of flókin samsetning hagsmunafélaga launþega hér á landi

Ég hef aldrei almennilega sett mig inn í þann flókna vef samtaka atvinnulífsins sem hér á landi ríkir. Einhverra hluta vegna held ég að sú uppbygging sé full flókin fyrir lítinn íbúafjölda.

Er einhver sem getur t.d frætt mig um hvaða hlutverki starfsgreinasamband Ísland gegnir?

Ég hef oft velt þessu fyrir mér en lenti auðvitað illa í þessu þegar ég flutti hingað til lands. Ég hafði þá í áraraðir verið meðlimur DJÖF í Danmörku en nú reið á að skipta í íslenskt fagfélag. Ég hélt að það myndi verða auðveldur leikur en nei. Mitt fagfélag úti ráðlagði mér að tala við systursamtök þeirra hér á landi - lögfræðingafélagið. Nú kemur ef til vill einhverjum á óvart að ég hafi verið skráð í lögfræðingafélagið í Danaveldi en þannig er að það er lögfræðinga- og hagfræðingafélag og þar eð ég er hagrænn landfræðingur sem auk þess er stjórnsýslumenntuð var það minn vettvangur þar.

Ég var upplýst um það  af Brynhildi Flóvens (þáverandi formanni lögfræðingafélagsins) að mér bæri að tala við BHM af því ég væri ekki alvöru-lögfræðingu sem ég og gerði. Þeir hjá BHM sögðu mér að ég yrði að velja eitthvað svokallað kjarafélag en það er félag sem á að gæta hagsmuna meðlima við kjarasamningagerð. 

Að auki átti ég að velja mér fagfélag sem að ætti að sinna faglegum hagsmunum minum. 

Jahérna hugsaði ég. Ég var ekki alveg að ná þessu.

Ég talaði við fulltrúa viðskiptafræðinga og hagfræðingafélagsins sem sagði að ég væri jaðar- tilfelli en að öðru leyti velkomin, ég talaði við fulltrúa félags háskólakennara sem sagði mér að fyrst ég væri ekki að vinna fyrir HÍ heldur í öðrum háskóla ætti ég ef til vill að fara eitthvað annað.

Öll þessi ganga varð ein heljarins ferð um kima hagsmunafélaga launþega á mínu sviði og upplifunin eins og fáranleika leikhús.

Ég hef enn ekki komist til botns í afhverju ekki er nóg að vera í einu félagi sem er aðili að ASÍ en vænti að einhverjar sögulegar tilviljanir ráði því. 

Svona er veröldin stundum flókin.

Of flókin!

Stundum rennir mig í grun að við séum ef til vill föst í höftum hugarfarsins ofar öðrum umtöluðum höftum.


mbl.is SGS að liðast í sundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband