19.4.2009 | 17:28
Örvæntingarfull leit að nýrri sjálfsmynd þjóðar - með eða án efnishyggju
Þó gott sé að kröfuhafa vegna Icesave reikninganna hafi endurgreiðslur í sjónmáli þá er öll endurskilgreining á efnahagslegum aðstæðum landsmanna orðin svo þreytt að maður þolir vart lengur við í öllu suðinu um peninga, skuldir, höft, skattaloforð og svo mætti lengi telja.
Ég fór því að blaða í erlendum fjölmiðlum og fann þá umfjöllun Kamillu Löfström um ræðu Eiríks Arnar Norðdahl frá Íslands-fundinum sem haldinn var fyrir nokkrum dögum í Helsinki. Ræðumenn aðrir voru t.d
Friðrik Andersen bankastjóri NIB (the Nordic Investment Bank) og Pekka Mäkinen, svæðisstjóri Icelandair í Finnlandi.
Ræða Eiríks heitir Öfgafull sjálfsmynd Íslendinga ef þýtt er beint úr sænskri ræðu hans.
Endilega skoðið hana - það er bæði hægt að skoða hana í sænskri og enskri útgáfu á vefsíðu skáldsins sem býr í Finnlandi um þessar mundir.
Hér eru nokkrar línur úr ensku útgáfunni.
But of course there's no lie in the world as great as the lie of money and what happened is simply that all the lying caught up with us. The castles we built on air crumbled - loans. Icelanders were struck with a uniting disbelief, and have spent this last winter desperately trying to acquire new truths. Some have found them and others haven´t - mostly it seems that society will now settle back into it's familiar rut, and having been perhaps a little spectacular for a few months - critical, thoughtful, daring, sceptical and even a little spiritual - we will once again become commonplace, boring, materialistic, commercial and cowardly.
But why am I saying all of this? Having never actually attended one of these conferences, I have a strange feeling it´s purpose is mostly commercial - not a big surprise in a world that much prefers commerciality to social critique or academic study. I have a feeling you´re gonna be listening to another round of Icelandic mythology meant to make you love us - stories of majestic nature, poetic vikings, daring instincts - while the truth is that Iceland is mostly just hot water, cold rock and normal people that neither believe in elves nor ghosts.
In short - what I´m trying to say here, in the best of spirits, is that we are mostly not trustworthy when speaking of ourselves, and especially not when the one speaking is a government institution or a commercial firm. The firms because in capitalism they are habitually dishonest: they may not lie directly, at least if the law can stop them, but they´ll always give you a skewered picture of the reality of their product. And the government because of a profound tradition of nationalism, which of course differs from country to country - and let me assure you, as far as I'll allow you to trust even me, that Iceland does not suffer from it lightly, but greatly.
Óvænt fé í íslenskum banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi frétt sem Morgunblaðið hefur eftir Sunday Times fjallar bara um stöðu þeirra sem áttu peninga í vörslu Heritable Banks (sem var dótturfyrirtæki Landsbankans, skráð í Bretlandi og tryggt þar.
Icesave málið svokallaða er öllu flóknara því þeir reikningar voru hjá erlendum útibúum Landsbankans og féllu því undir íslenska inneignartryggingasjóðinn. Það virðist langt í land að viðunnandi lausn fáist á því vandamáli.
Við þurfum að horfast í augu við staðreyndir til að skapa heilbrigða sjálfsmynd en upplýsingar liggja ekki á lausu í Íslensku samfélagi., því miður.
Agla (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 19:07
ég er sammála þér Agla að upplýsingar liggja ekki á lausu og erfitt að henda reiður á hversu mikilvægar góðar fréttir sem virðast vera mataðar inn í fjölmiðlana nú rétt fyrir kosningar eru í raun. Hinn tortryggni mundi segja, ok. Við fáum vondu fréttirnar daginn eftir kosningar!
Anna Karlsdóttir, 19.4.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.