6.4.2009 | 16:02
Höfuðborg Abruzzo héraðsins í rústum
Eftir að hafa sappað í gegnum helstu fréttaveitur erlendar um ástandið í L'Aquila má sjá að bæði gamlar kirkjuhvelfingar og stærstu íbúðarhús hafa hrunið. Í bænum Onna sitja ættingjar við líkkistur sem verið er að bera líkin í, herinn er mættur á staðinn og bæði leitarfólk og nunnur grafa í rústum hlúa að fórnarlömbum. Það er ekkert grín að búa við lélegar byggingar þegar að jarðskjálftar ríða yfir eins og sjá má á þessu. Berlusconi var mættur eftir að hafa frestað för sinni í opinbera heimsókn til Moskvu. Skrýtið að sjá hvernig bæði fjöll eru snæviþakin þrátt fyrir að vorið ætti að vera byrjað á þessum slóðum og hvað karluglan er orðin gömul.
Jarðskjálfti á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er sorgleg sjón og vonandi að unnt verði að hjálpa því fólki sem þarna missti heimili sín.
Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.