Tónn sem er búinn að vera um hríð!

Ég veit að tónninn í embættismönnum mörgum sænskum (og raunar dönskum einnig) sem koma að þróunarmálum hefur verið gagnrýninn undanfarin ár. Ég veit raunar einnig frá starfsfólki sem ég þekki til frá Sameinuðu þjóða stofnunum að þar hafi mest völdin fólk sem dragi úr skilvirkni starfs á vegum stofnunarinnar og því sé hér einna besti starfsvettvangur þeirra sem bæði hafa misst neistann og metnaðinn. Það er ekki beinlínis fagurt að heyra miðað við að þessar stofnanir eiga að vera yfirþjóðlegustu sameiningarstofnanir í ýmis konar mannúðarmálum. 

Ég þekki sjálf ekki nægilega vel til en miðað við slíkar yfirlýsingar er auðvitað gott að rifja upp hversu vanmáttugar aðgerðir eða yfirlýsingar ýmissa stofnana á vegum SÞ hafa verið. Þar er auðvitað skemmst að minnast öryggisráðsins sem lítið gat aðhafst í Tíbet málum vegna geopólitískra og viðskiptalegra hagsmuna einstakra aðildaralanda.

kannski þarf eitthvað að endurskoða valdastrukturinn því ekki er neinn efi í mínum huga að sinnt er brýnustu málum mannkyns á vegum Sameinuðu þjóða stofnana auk þess sem þær hafa táknrænt vald þar eð þær eru friðarumleitandi stofnanir heimsþorpsins....ef málum er sinnt!


mbl.is Hóta að hætta þróunaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband