8.3.2009 | 15:02
Leita þarf erlendra sérfræðinga!!!!
Ég er sannarlega sammála Joly og hef eiginlega ekki trúað því að íslenskur almenningur ætlaði að kyngja því að einhverjir örfáir mektarborgarar íslenskir yrðu látnir sjá um málin eins ótrúverðuglega og slík tilhögun hrópar.
Eins hef ég verið bit á hvað fá mál eru á höndum efnahagsbrotadeildar og hins nýstofnaða saksóknaraembættis miðað við árferði (hljómar eins og spillingarbæli og afvegaleiðingar-propaganda fremur en einlæg og öguð embættisstofnun) og hvað lítið hefur verið að koma útúr öllum þeim ótrúlega mörgu málum sem að allavega Jónas Fr. uppástendur í nýlegu viðtali að fjármálaeftirlitið hafi lagst yfir í kjölfar efnahags- og stjórnmálahruns hér á landi.
Í fyrsta lagi er með ólíkindum að ekki skuli hafa verið beitt aðgerðum sem ganga lengra en að spyrja hlutaðeigandi gerendur fjármálahrunsins um fjarvistarsönnun.
Í öðru lagi er harla ótrúverðugur hinn svokallaði einlægi ásetningur yfirvalda og stjórnvalda að fylgja málum eftir - þegar þeim er svo lauslega og illa fylgt eftir.
Að þessu leyti erum við engu betur sett en Austur Evrópskar þjóðir með lýðræðislegar stofnanir í skötulíki eða hin svokölluðu vanþróuðu lönd þar sem opinberar stofnanir eru lamaðar af mútum.
Þess vegna er mikilvægt að rannsókninni sé stjórnað af öðrum en íslenskum aðilum sem hafa reynslu af.
Hreinar hendur - hreint borð! (pössum okkur bara á að enda ekki eins og Ítalía - ..........)
Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála!
Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 15:12
ætli það sé ekki frekar Ítalía sem þarf að passa sig að enda ekki eins og Ísland!
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.3.2009 kl. 16:13
Sæll Andri
Þegar ég vísa til Ítalíu er það ekki vegna þess að ég haldi því fram að það sé ekki yndislegt land. Enda er það þannig að mörgu leyti. En eftir hreinar hendur hreint borð aðgerðir þeirra enduðu þeir með stjórnarfarsástand sem var farsakennt og almenningur þreyttist mjög, já missti eiginlega trúnna á einlægan ásetning stjórnmálamanna. 'Italía varð í kjölfarið land með tíðustu stjórnarskipti og ekki var hægt að sammælast um nokkurn skapaðan hlut. Það kom niður á skilvirkni opinberra stofnanna og á meðan lagði eldri maður með Napóleons kompleks nánast undir sig landið. Berlusconi kannast flestir við, þessi með betur heppnaðra facelift en Michael Jackson!
Að öðru leyti er auðvitað hugsanlegt að Ítalía lendi í sama skuldafeni og Ísland þegar að fer að kreppa meira að.
Anna Karlsdóttir, 9.3.2009 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.