Af hverju eru ungir menn svona reiðir?

Af tveimur fréttum mbl.is má ætla að ungir íslendingar af karlkyninu séu í bráðri þörf fyrir "anger management" þerapíu.

Þeir hafa stundað skemmdarverk á eigum/mannvirkjumsem sem því miður er bara nokkuð algengt meðal landans þó á ólíkum stigum sé (strætóskýlið mitt er t.d búið að vera smallað á aðra viku).

Ég hef áður skrifað um íslenskan vandalisma og tel að unga fólkið sem stundar slíkt (og það er allt of algengt) búi við félagslega fátækt, bælingu af einhverju tagi sem á sér hliðstæðu einungis í fátækrahverfum annara ríkja (og þá er ég að tala um alvöru fátækt, ekki einhverja íslenska þykistufátækt) þar sem gremjan fær útrás í eyðileggingu.  Þegar betur er að gáð er annars vegar um þjófnað og skemmdir því tengdar með stálpaðra gaura á Akranesi og hinsvegar smápatta sem virðast bara illa uppaldir á Ísafirði.

Þetta eru fjöregg íslensku þjóðarinnar gáum að því.

Það þarf að taka á því afhverju svona margir ungir menn eru svona reiðir. Varla eru þeir allir á sterum eða öðrum örvandi lyfjum sem fá þá til að gera heimskulega, vanhugsaða hluti stjórnað af aggression.

Ég hef oft grun um að þeir ungu reiðu menn sem ganga um séu samankrepptir einstaklingar af einhverjum ástæðum. Annað hvort af því að við þá er ekki talað af foreldrum og nánasta umhverfi, af því að þeir eru hluti af curling kynslóðinni sem er gjörspillt og veruleikafirrt (hafa aldrei þurft að taka á neinu, bera ábyrgð - svellið hefur í gríð og erg verið slettað fyrir þá).

Við þurfum að þora að nefna hlutina réttum nöfnum (ég veit svo sem ekki hvort ég er að fanga hina eiginlegu ástæðu einkennisins, en leyfi mér að velta þessu fyrir mér). Um daginn voru æpandi fréttir um soltin börn og félagslega óreiðu á Grænlandi. Spyrja má hvort okkur sé ekki allt eins nauðsyn að líta í eigin barm þegar kemur að ofbeldisþörf ungra manna. Það má svo sem segja að á meðan að skemmdarverk eru fréttaefni er samfélagið kannski einmitt ekki á vonarvöl. Ég tel þó samt vert að huga að þessu. Einhversstaðar verða ungir menn að fá útrás og betra væri að þeir fengju það í hnefaleikum eða góðum og gegnum bardagaíþróttum (mun heilbrigðara en skemmdarverk) eða jafnvel í parkour sem um leið skapaði þeim færni og reisn.

Það er meinsemd í íslensku samfélagi sem tengist því að í hraðanum og asanum til móts við ríkidóm voru allt of margir heilbrigðir en aktívir einstaklingar greindir sjúklingar. Þeir voru í röðum vaxandi kynslóða og fengu lyf við því að vera lifandi.

Íslendingar eiga þar af leiðandi því miður heimsmet í að dópa börnin sín með geðlyfjum af ýmsu tagi.

Þurfum við ekki eitthvað að endurhugsa hlutina og samskipti við unga fólkið - einkum unga menn.

 

 


mbl.is Skemmdarverk á Skaganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábær færsla, og mjög nauðsynleg lesrar.

það þrf nefnilega mörgu að breita í hugsun þjóðfélaganna !

Kærleiksknússteina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband