Það sem skapar (hag)Ávöxt!

Hugmyndir og færni í ákveðinni list eða handverki eða máli, myndmáli nú eða jafnvel hugmyndaheimi er  uppspretta afkomu. Engin ástæða er til þess að gera lítið úr því.

Tvær fyrirsagnir vöktu athygli mína hérna í flensurúmlegunni í dag - önnur var yfirskrift greinar um innsenda grein Ársæls Valfells hagfræðing í breskt dagblað og hét greinin landið án hagkerfis. Þetta er náttúrulega svona "sensational" titill en algjört bull að innihaldi. Það er að samfélag er alltaf með einhvers konar hagkerfi - hið rótgróna velþekkta hagkerfi getur hinsvegar verið í uppnámi eða breytingum háð. Margir hagfræðingar gleyma stundum hvað orðið hagkerfi þýðir í grunninn - það þýðir tilhögun og dreifing gæða í samfélagi (efnislegra, fjármagnstengdra osfrv.). Hagkerfi voru til bara í annarskonar formi en við þekkjum í dag, löngu áður en peningar komu til sem gjaldmiðill eða merkantilisminn ruddi sér til rúms með stofnun bankastofnana.

En víkjum nú aftur að hugmyndunum og færninni sem er fjarri því að vera nokkuð loft sé hún samtvinnuð saman á hátt sem skapar eitthvað nýtt. Tónlistin og bókmenntalistin eru góð dæmi um þetta og einmitt vegna þess að ímyndunarafl, líðan og tilfinningaróf fólks hverfur ekki þó það eigi eitthvað minni peninga, eru slíkir hlutir góðs í gildi. Þörfin fyrir að lifa, anda og ímynda sér er jafn rík samt sem áður. Vei því.

Apropos!

Var að fletta í gömlum bréfum frá tímabilinu 1983-1988. Þarna gætir margra grasa - allt frá ofurheitum ástarbréfum til vinkonafliss milli landa. Eitt bréfið var alsett varalitakossum, skrifað í Þýskalandsdvöl ungrar yngismeyjar - hennar Lindu Blöndal (útvarpskonu á rás 2) þar sem hún fullyrti að Nina Hagen væri bara ekkert klikkuð heldur venjuleg mamma. Þarna fann ég líka lista úr félagi sem ég var meðstofnandi að - fjölleikaleikafélaginu Veit mamma hvað ég vil. Þar var bréf um flóamarkað á galdralofti ofl. Hvernig væri að hafa reunion með flóamarkaði í þessum félagsskap svona tuttugu árum síðar!!hihi

Garpur Dagsson sendi mér boðskort í matarboð með aðgangsmiða og lista yfir aðra þá heldri gesti sem boðnir voru. Og fleira og fleira...Það jafnast ekkert á við hugarvíl unglinga af ýmsu tagi.

Þetta var alveg yndislegt - ég hló svo mikið yfir öllum þessum bréfum að ég held ég sé bara  að hressast í veikindunum.

Önnur útvarpskona (í leyndarmálinu) hún Brynhildur Björnsdóttir sendi mér greinilega jólakort árið 1986 þar sem hún þakkaði samstarfið og sendi mér jafnframt eftirfarandi orð hins persneska spekings Iranschair.

"Seek refuge in

inner calm

Free your thoughts 

from the external

world and you 

will feel the

rays of god's

goodness and love

pouring over you 

and the universe."

 


mbl.is Kreppan selur íslenska tóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband