Mikilvægara að þróa aðhaldsreglur um eðlilega viðskiptahætti

Enginn efast um að kerfið var rotið, viðskiptahættir óeðlilegir nú þegar allt er í kaldakoli. En fyrir all stuttu var hugmyndin sú að fjármálakerfið og beinar yfirfærslur peninga milli landa væru nauðsynlegt gangverk hnattvæðingar í viðskiptalífi. 

Framferðið var þó óagað og stýrt af hentisemi.

Menn færðu bréf, eignir og skuldir á milli félaga án þess að spyrja hluthafa hvort þeim hugnaðist slíkt. 

Stjórnendur voldugra fyrirtækja með eignahald á fleiri félögum höguðu sér eins og barónar og kóngar en ekki eins og fyrirtækjastjórnendur. Það er auðvitað meinið. ..Og jú þeir hafa væntanlega flúið með einhvern auð í var nú þegar stormurinn ríður yfir.

Það gæti orðið erfitt að sækja slíkt en látum á það reyna þó það verði nú væntanlega ekki auðvelt....og svo eru auðvitað siðferðilegu spurningarnar þessu tengdar sem þarf að huga vel að.

Jafn mikilvægt eða mikilvægara er að þróa aðhaldsreglur um eðlilega viðskiptahætti, um hlutverk og skýra ábyrgð fulltrúa fjármálaeftirlitskerfisins (og sú vinna er hafin innan Evrópulandanna og ef til vill fleiri landa). Það þarf að endurskilgreina ábyrgð og siðareglur endurskoðenda og stjórna fyrirtækja og stofnana. Ef maður situr í stjórn einhvers staðar er maður í RAUN ábyrgur fyrir öllum stærri fjármálaákvörðunum og afleiðingum þeirra. Nú er til dæmis búið að skipta út stjórnum í ríkisvæddum fjármálafyrirtækjum og ef til vill fleiri einkafyrirtækjum sem að í raun eru valdur að hruninu. Stjórnarmeðlimir þessara fyrirtækja og stofnana eru því þarmeð komnir í var. Ég er ekki viss um að ég telji það eðlilegt.

Þetta verður mikið verkefni.

Mig langar í kjölfarið að benda á afar áhugaverða pistla um sjávarútvegsfyrirtæki og fjármál þeirra og játningar eins bakkabræðra sem ungur doktorsnemi í Bandaríkjunum hefur skrifað

Sjávarútvegsfyrirtæki þurfa líka að axla sína ábyrgð

og 

Játningar útrásarvíkings


mbl.is Kerfið var rotið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband