28.1.2009 | 18:41
Bankastjóralaun bólgin og vel það.
Ég rakst á yfirlit í Guardian yfir tólf bankastjóra sem voru með yfir einn milljarða punda í laun þegar að kreppan skall á. Þetta eru gígantískar upphæðir en reyndar kemur ekki fram hvernig launin voru samsett, skiptir svosem ekki máli í þessu samhengi. Aðalatriðið er að bankastjórar Merrill Lynch, Bear Stearns, Goldman Sachs, Lehman Bros., Citygroup, Barclay, HSBC, Lloyds og HBOS voru ofurlaunaðir.
Ég er gædd þeirri sannfæringu að ofurlaun séu firrandi og við súpum auðvitað seyðið hér á þessu skeri af slíku. Flestir eru væntanlega sammála þessu en það sem eftir stendur nú þegar að efnahagur breska heimsveldisins riðar til falls er auðvitað spurningin um það afhverju hinn "ljúfi Gordon Brown" var ekki búinn að líta í barm eigin efnahagsveldis og gera eitthvað í að setja reglugerðir þessari firringu til höfuðs, þegar honum var svona ljúft að ráðast á aðrar þjóðir með hryðjuverkalöggjöf af því að hann taldi óráðsíu einkenna fjármálageirann.
Maður getur undrast verk mannanna og sérstaklega ráðamannanna hvaðan svo sem þeir koma.
Eitt er víst að viðmiðin fyrir umbun yfirmanna í fjármálageiranum voru afar óheilbrigð og eru nú að koma flestum vesturþjóðum á klakann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.