16.1.2009 | 17:52
Snertir allt samfélagið
Það er ljótt að heyra að ástand félagslegrar fátæktar sé að versna á Grænlandi því að ekki mátti samfélagið við því. Víða leiðir almenn fátækt og úrræðaleysi til félagslegrar fátæktar í formi ofdrykkju hinna fullorðnu og vanrækslu á börnunum. Mér er ekki umhugað að sverta mannorð grænlendinga en hef auðvitað oftsinnis orðið vitni að miður skemmtilegum uppákomum þar sem börn hafa gengið sjálfala þó þau væru allt of lítil til þess vegna þess að foreldrarnir virtust ekki í ástandi til að sinna þeim. Ég hef einnig upplifað að vera vitni að heimilisofbeldi úr næstu húsum um helgar í mörgum bæjarfélögum, og svo veit ég frá starfskonu félagsmálastofnunar í Norðvestur Grænlandi að hún hefur þurft að díla við mörg fórnarlömb sifjaspella. Vandinn við félagslega fátækt er arfurinn sem af því skapast. Hann getur fylgt kynslóðunum og grafið undan heilbrigði samfélagsins í áratugi og kynslóðir ef ekkert er að gert. Oft er reyndar erfitt að átta sig á hvað á að gera.
Áfengið hefur aldrei verið vinur grænlendinga. Hungur og fátækt barna stafar oft af því þó ekki ætli ég að fella dóm um að nú sé hið sama uppi á teningnum. Ég vona virkilega að forsvarsmenn grænlenskra stjórnvalda geri eitthvað í málum. Það er mikilvægt þessu samfélagi. Ég tek það fram að ég þekki marga grænlendinga sem að ekki eiga við þessi vandamál að stríða. Svo hér er kannski í raun lítill hluti fólks, en samt...
Fátækt og hungur á Grænlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta ástand er sorglegt.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.1.2009 kl. 01:27
Það er Söguleg skylda íslendinga að hjálpa Grænlendingum
Strax
og við getum veitt allan aðstoð sem mögulega þarf strax ekki bara mataraðstoð
veitum þeim okkar þekkingu og reynslu.
Það eflir bara tengslin milli Íslands og Gænlands
matarskortur á ekki að þekkjast á Grænlandi
Fólk þarf að fara opna augun fyrir hinu augljósu vandamál sem eru nær okkur
Sigurlaugur Jónsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 01:28
ég var svo heppinn að hafa grænlenska stúlku hérna hjá okkur á tímabili sem var mjög umhugað um landið sitt. Eitt sagði hún mér að grænlendingar og indjánar hafa einhvert gen í sér sem gerir að þau þola ekki áfengi. Annað sem ég lærði á samskiptum mínum við hana að það er fullt af ungum grænlendingum að mennta sig erlendis til að fara heim og hjálpa. Þannig að ég vona að næsta kynslóð verði betur í stakk búinn að hjálpa sér áfram úr þeim erfiðleikum sem eru þarna.
Knús til þin
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 17:03
Ég vona líka að hin nýja kynslóð sem hefur sótt sér mennta muni leggja vog á lóðarskálar sem smám saman útrými eða minnki verulega vandamál af því tagi sem tengist misnotkun áfengis, vanrækslu eða misnotkun á börnum, heimilisofbeldi osfrv.
Sumt af þessu er tabú meðal margra enn - það er hluti vandamálsins. Alveg eins og það var tabú að vera ekki ágætlega á sig kominn í efnahags"undrinu" hér á landi. Við súpum víst talsvert seyðið af því í dag.
Anna Karlsdóttir, 17.1.2009 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.