Nýtt upphaf og góð áheit

Innilega til hamingju með litla nýársbarnið. Gleðilegt nýtt ár!

Nýtt ár markar nýtt upphaf. Ein besta ákvörðun mín á þessum áramótum var að ákveða að fara snemma að sofa - ég ætla að breyta sjálfri mér úr næturhrafni í morgunhana. Það er góð byrjun á nýju ári. Ég ætla að dansa í mig orkuna úr Snæfellsjökli í kvöld. Hvað er dásamlegra en að vakna snemma á nýársdagsmorgun (þetta hef ég ekki prufað síðan ég var krakki) - horfa út í kyrrðina og fara á vit náttúrunnar. 

Ég ætla að skreppa með vinkonu minni á Arnarstapa og halda nýársfagnað með vinum og félögum - ganga og anda að mér kraftinum úr sjónum, hvísla útí víðáttuna og rúlla mér í snænum (sem varla verður nokkur). 

Hringdi í son minn í nótt til að óska honum gleðilegs nýs árs en hann gekk inn í 2009 klukkutíma á undan okkur hér á Fróni. Hann bað mig um að óska sér til handa nýársheits og ég óskaði honum heilbrigðra lífshátta. Hann varð nokkuð hissa á þessu vali (enda í menntaskóla þar sem slíkt er ekki endilega talið til dyggða) og spurði mig hvað slíkt þýddi eiginlega. Ég sagði við hann, fara snemma að sofa svo maður vakni á réttum tíma á morgnana, borða hollan mat, ekki sukka og standa sig í skólanum.

Gleðilegt 2009 !


mbl.is Fæddist 4 mínútur af nýju ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Gleðilegt ár, og takk sömuleiðis fyrir gamla árið, gaman væri einhverntímann að hittast í raunheimum :)  Én ég vissi ekki að hægt væri að breyta sér úr næturhrafni í morgunhana, hélt að of mikið skildi á milli hrafns og hana genetískt, en nú mun ég taka þig til fyrirmyndar !!  Gangi okkur vel

Guðrún Vala Elísdóttir, 2.1.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Takk sömuleiðis Vala mín. Ég tek undir það að það væri gaman að hittast einhvern tímann í raunheimum. Gangi okkur vel á nýja árinu

Anna Karlsdóttir, 2.1.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband