30.12.2008 | 22:13
Hvernig getur maður látið sig litlu skipta líf fólks?!
Nú standa yfir tíu fréttir ríkissjónvarpsins og ein af þeim fyrstu fréttum sem þar var borin á borð fyrir landsmenn, var að embættismaður SÞ og blaðafulltrúi sagði svo mikinn skort vera á Gaza svæðinu að fólki væri orðið næstum sama hvort það væri lífs eða liðið. Það er hræðilegt - og ég á mjög erfitt með að skilja slíkar yfirlýsingar, því mannlegu eðli er eiginlegra að sýna lífsseigju í erfiðum aðstæðum en ekki. Ég mætti á mótmælin í dag gegn drápunum á Gaza svæðinu. Gat ekki annað og hefði viljað sjá fleiri.
Hitti Steingrím fornvin minn sem sagði að þetta hefði verið einhvers sá mannvonskumesti jólaboðskapur sem hann hefði upplifað. Þetta var því miður enginn jólaboðskapur þó hann ætti sér stað á einum helgasta trúboðsstað heimsþorpsins. Þetta var dauð kaldur veruleiki sem var eins mikið á skjön við blessaðan þann jólaboðskap sem flestir trúandi borgarar heimsbyggðarinnar bera í hjörtum sínum og hugsast getur. Ég bið fyrir friði og fordæmi morð!
Megi heimsborgarar og aðrir staðborgarar eiga friðsöm áramót!
![]() |
Jákvæður um vopnahlé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.