29.12.2008 | 16:50
Hver treystir fjármálaeftirlitinu til að hafa skarpa greiningarhæfni?
Eftir það sem hefur gengið á í Íslensku þjóðfélagi spyr ég mig þeirra spurningar hvort að það séu einhverjir aðrir en efnahagsbrotadeild lögreglunnar og örfáir stjórnarliðar sem að treysta fjármálaeftirlitinu til að ganga eðlilega í málin og hreinlega hafa færni eða getu til að greina rétt frá röngu í bókhaldi Kaupþings.
Mér finnst þetta ekki óeðlileg spurning miðað við það sem á undan er gengið!
Ef grunurinn reynist á rökum reistur ætla ég rétt að vona að dómskerfið hafi til þess greiningarhæfnina að dæma þá sem sekir teljast á réttmætan hátt (t.d. með þegnskylduvinnu við samfélagsstörf fyrir þá sem eiga um sárt að binda vegna atvinnumissis, tekjumissis og löggilds þjófnaðar í bankakerfinu).
Gátu ekki tapað á samningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.