23.12.2008 | 13:16
Mannlíf skrýtið og hálft hjarta
Það er að færast yfir mig ró og ég hlakka til friðargöngunnar í dag. Hef einsett mér að láta verkefni dagsins vera a) klára að fara yfir verkefni og próf og gefa einkunnir svo blessuð börnin fái nú námslán. b) gera harissa, niðursoðnar sítrónur og heimagerðan ís, c) skrifa almennilegt jólabréf (eitthvað sem rekið hefur á reiðanum þetta árið, skítt með það, það verður þá bara áramótakveðja í staðinn).
Jólakveðju Lingua - Norðan Jökuls ( fékk ég um daginn og má til með að láta hana fljóta með til ykkar því þau vanda sig alltaf svo á hverju ári, mér finnst það aðdáunarvert.Í ár er hreyfimyndin eftir Guðjón Braga Stefánsson en tónlist og flutningur er í höndum kvennabandsins Dúkkulísur. Ljóðið sem er gullfallegt er eftir Börk Stefánsson. Sjá hér!
Þar er minnt á mikilvægi fjölskyldunnar og heimilis sem griðastaðar fyrir ást og væntumþykju - þar sem hægt er að öðlast innri frið. Því miður er ekki svo fyrir suma. Sum börn eiga ekki heimili og lítið hjartarúm meðal hina fullorðnu. Reyndar er það svo að sumir t.d skilnaðarbörn eru klofin, eiga tvö heimili, tvö hálf heimili á stundum og þegar að þau eru á einum staðnum sakna þau hins og öfugt.
Umfjöllun um þetta í fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið þörf og bráðholl, og þeir sem hafa lagt orð í belg hafa sem betur fer haft skynsama og eðlilega nálgun á þessa hluti að mínu mati. Gott væri að heyra frá fleirum sem hafa svipaða reynslu.
Ég skil þetta svolítið með að vera alltaf svolítið hálfhjarta - en maður verður að lifa með því og viðurkenna söknuðinn innra með sér. Öll þessi átta ár sem ég hef búið hér á Íslandi hef ég verið klofin því stundum hef ég verið með börnunum mínum og stundum ekki, ég hef verið mismunandi sátt við það en hef þurft að læra að lifa með því glöð. Þannig kemst maður helst í gegnum hremmingar í lífi sínu að enduruppgötva gleðina í því smáa.
Ég er að auki klofin vegna þess að ég sakna alltaf míns gamla heimalands Danmerkur og þá sérstaklega á jólunum. Ég sakna alls notalega og rólega umstangsins í kringum mismunandi huggustundir og þá serstaklega áherslu fólks á ánægjulega samveru (sem ég held að íslendingar gætu lært eitthvað meira um). En þá hef ég bara lært að vera með mínu fólki í Danmörku í huganum (skála í snafs og borða síld í draumum mínum og hugsa hlýlega til vina minna og gömlu fjölskyldu).
Laila ein besta vinkona mín í Danaveldi (sem raunar er grænlensk/dönsk) er orðin ferðamálastjóri Frederikssund sveitarfélagsins og tók upp á því í haust að gera samning við nær alla framleiðendur héraðsins á ólíkum sviðum. Það er því hægt að markaðssetja algerlega staðbundna matarkörfu frá firðinum beggja vegna Ísafjarðarins (við Hornsherred).
Ég sakna samverustunda við hana og hennar fjölskyldu um jólin. Við höfum átt mörg góð jól saman í gegnum tíðina, en þá er gott að hugsa að vonandi eigum við eftir að eiga aftur góð jól saman einhvern tíma seinna. Ég keypti fasana í tilefni af því að þá get ég farið í huganum að Selsö marken og Selsö slot (horfið í tíma og rúmi en samt verið á staðnum).
Jæja best að koma sér að verki - svo ég missi ekki af skötunni í kvöld
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.