Öfugsnúin ákvörðun strætó um fækkun ferða

Heil og sæl

Samkvæmt mbl.is í dag samþykkti stjórn strætó í morgun rekstraráætlun fyrir næsta ár. Samþykktin felur m.a í sér að dregið verði úr tíðni ferða utan annatíma en vonast er til að ekki þurfi að koma til uppsagna starfsfólks eða að hækka gjaldskrá (sjá frétt).

Þessi þróun á krepputímum er mikið áhyggjuefni fyrir notendur strætó en farþegafjöldi hefur í ljósi breyttra þjóðfélagsaðstæðna aukist um nær helming síðustu tvo mánuði. Það eitt fer illa saman, aukning farþega – og fækkun ferða. Lagt er til að halda verði stöðugu sem er jú góð frétt, því ekki hefur verið dýrt í strætó hingað til.

Megin rök stjórnar strætó eru erfið rekstrarskilyrði og vekur það nokkra furðu í tengslum við forgangsröðun bæjaryfirvalda og er verulega á skjön við yfirlýst áform, en eins og kunnugt er tilkynnti fulltrúi umhverfis- og samgönguráðs fyrr í mánuðinum að Reykjavíkurborg ætlaði að vera til fyrirmyndar og sýna gott fordæmi með því að innleiða vistvænar samgöngur í starfsemi sinni.

Af frétt Reykjavíkurborgar um áformin er þó ljóst að almenningssamgöngur eru síðast nefndar sem kostur. Þá vaknar sá grunur að almenningssamgöngur (strætóferðir öðru nafni) séu í síðasta sæti í forgangsröð sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ætli strætósamlagið milli sveitarfélaganna sé dragbíturinn? Garðabær, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes og fleiri úthverfasveitarfélög hafa löngum sýnt almenningssamgöngum minni skilning enda keyra þar margir einir í bíl þó það gangi engan veginn upp efnahagslega eða umhverfislega.

En hvað þýðir samþykktin fyrir notanda strætó? Hvernig skilgreinir stjórn strætó annatíma og á hvaða forsendum? Munu strætóferðir ef til vill einungis vera einu sinni á klukkustund eftir klukkan 18 og laugardaga og sunnudaga? Hvaða áhrif mun skert þjónusta hafa á hreyfanleika eldra fólks um borgina, barnafólks, fólks í vaktavinnu og annara sem reiða sig á strætósamgöngur. Margar spurningar vakna og við þeim er nauðsynlegt að leita svara.

Strætóhópur bíllaus lífsstíls hyggst bregðast við þessu og blæs til almennings-fundar í næstu viku. Nánari tímasetning og staðsetning tilkynnt hið fyrsta.

fyrir hönd stjórnar bíllauss lífstíls
Anna Karlsdóttir

mbl.is Dregið úr ferðum hjá Strætó en gjaldskrá óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband