24.11.2008 | 23:12
Þjóðremban sem hitti þjóðina í bakið
Margrét Pétursdóttir er skelegg kona en fleiri ræðumenn á borgarafundinum í kvöld voru skýrir í máli sínu einnig. Margar spurningar sem bornar voru upp á borgarafundinum var aldrei almennilega svarað. T.d spurningin með verðtrygginguna en hún á eftir að ganga af mörgum dauðum næstu misseri. Ég get alveg séð að rök Ingibjargar Sólrúnar eiga við einhver rök að styðjast, að ef hún yrði afnumin gæti það verið á kostnað hagsmuna lífeyrisþegana, en þegar nánar er að gáð er það að afnema hana aldeilis á kostnað þeirra fasteignaeigenda sem hafa tekið örugg lán fyrir húsnæði sínu, þeir sem ekki tóku áhættu.
Afhverju þarf það alltaf að vera þannig að þeim sem áhættusæknir eru í lántökum sínum mun verða bjargað en þeir sem ábyrgir hafa verið þurfa að borga fyrir hina óábyrgu. Það er ekki eins og að þetta sé einsdæmi því miður. Um daginn var ég í Danmörku og þá sögðu kollegar mínir þar að danska ríkisstjórnin hefði gengið fram og ákveðið að bjarga hinum áhættusæknu sem tekið hefðu flexlán. Afleiðingin er sú að þegar leysa þarf út ábyrgðirnar fyrir þeim, eru það hinir ábyrgu lántakendur sem munu þurfa að axla byrðarnar. Það er fólk auðvitað fúlt útaf, vegna þess að það voru týpískt fjármagnseigendur eða þeir sem töldu sig geta tekið áhættu sem tóku flexlánin. Þeir sem þrengra höfðu í búi gerðu það ekki, og þeim er ekki bjargað.
Það sama er uppi á teningnum á Íslandi. Þjarmað verður að smáskuldurum á meðan að stórskuldarar fá að sleppa við ábyrgð. Hinir löggildu þjófar þenslunnar á Íslandi munu fá að halda áfram að róa á meðan að rupparnir sem bara hafa borgað reikningana sína fá að blæða. Þetta er óréttlátt.
Annars hef ég hugsað mikið um það hvað þjóðremba Íslendinga hefur kostað okkur mikið að undanförnu. Ef að sú klausa hefði ekki verið sérstaklega skilgreind í íslensku neyðarlögunum að íslenskum borgurum og þeirra inneignum yrði sérstaklega bjargað hefðu nágrannaþjóðirnar væntanlega ekki tekið íslenskum björgunaraðgerðum eins illa og var.
Ef að íslenskir útrásarvíkingar hefðu ekki endalaust verið að kaupa eitthvað í nafni íslensku þjóðarinnar (sem einstæð móðir get ég ekki varist að spyrja, hvaða þjóðar) og ánefna fjárfestingar sínar sem eitthvað samheiti fyrir íslenska þjóð hefðum við væntanlega ekki orðið fyrir þeim ámælum sem ríkisstjórnin okkar varð fyrir.
Ef að fjárfestarnir hefðu starfað undir eigin nafni einungis, og ekki heillar þjóðar, væru þeir ábyrgir og ekki heil þjóð - eins og mér er nú illa við þá öfgafullu einstaklingshyggju sem tröllriðið hefur íslensku sem og vestrænu viðskiptalífi undanfarin áratug eða meira.
Engin nefnir þetta sem lexíu undanfarins mánaðar og þykir mér það fréttnæmt....þó öðrum finnist það ekki.
Arðurinn einkavæddur en skuldirnar þjóðnýttar er ekkert nýtt eins og best kom fram í skáldsögu Halldórs Laxness á skilgreiningunni um hvað væri frystihús.
Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir
jökli.
Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?
Og svarað: Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir
styrk
frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst
láta þeir
ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið
bera
gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir
í kassann
þá fara þessir grínistar út að skemmta sér" (Kristnihald undir Jökli,
bls. 301)
Bankaleyndina burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
afsakið það átti að standa að afnema hana ekki (verðtrygginguna) aldeilis á kostnað fasteignaeigenda...
Anna Karlsdóttir, 24.11.2008 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.