Flott framtak um ferðamálaátak en stuðlið að meira samstarfi við fleiri!

Eins og fréttin gefur til kynna hefur flugrekstrarfyrirtækið Icelandair hafið samstarf við kreditkortafyrirtæki um að efla markaðsátak og fá Norður Ameríkana hingað yfir. Þetta átak er flott og ekki vanþörf á nú þegar að blæs um Frón. Mig langar þó að koma á framfæri til starfsfólks Icelandair að hafa einnig samstarf við fólkið á þeim svæðum sem fyrirtækið hyggst senda ferðafólkið til í ferðir, því það er engum til gagns bara að dæla inn fólki án forsjár. ...Og svo langar mig í framhaldi af því að hvetja fólk til að lesa hvatningu neistahópsins til aðila í ferðamálum sem birtist í fréttablaðinu í dag.

Stundum hefur fyrirtæki eins og Icelandair haldið sig bera höfuð og herðar yfir önnur ferðaþjónustufyrirtæki í landinu og ég vona bara að hugarfar stjórnenda þess fyrirtækis sé að breytast til hins betra. Einu sinni lenti ég í því að yfirmaður Icelandair cargo fannst ég bara ekkert of góð að bíða í hálft ár eftir pakka sem hafði týnst í þeirra fórum. Um daginn lenti ég í flugfreyju sem gat varla tjáð sig á Íslensku hjá öðru flugfélaganna (hvernig ætli hún tali þá erlend mál, ef þetta er vitsmunastigið? hugsaði ég).

 Þjónustustig og framkoma er afar mikilvægt hráefni í ferðaþjónustunni og má alls ekki vanmeta. Vinnustaðirnir í ferðaþjónustu þurfa að hlúa að fagmennsku innan sinna raða og það er hægt að gera á marga vegu. Icelandair hefur í áratugi verið fánaberi í íslenskri ferðaþjónustu og oft hrundið af stað bylgjum í ferðaþjónustu á Íslandi vegna stærðar sinnar.

 Samvinna þvert á hreppamörk og fagleg landamæri afar mikilvæg.

Þetta átak er liður í því og mætti vera meira af.

 


mbl.is Samstarf um að fjölga komum ferðamanna til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband