6.11.2008 | 13:22
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og lýðræði!
Ég man ekki betur en að forsvarsmenn IMF hafi fengið umsóknir Ungverjalands og Úkraínu nokkuð seinna en umsókn frá Íslandi. Síðan það gerðist hafa efnahagsmál heimshagkerfisins haggast á verri veg og nú er sjóðurinn farinn að birta á heimasíðu sinni í sambandi við umfjöllun um lánafyrirgreiðslu til Íslands, að það séu nú aðrar þjóðir sem þurfi ef til vill líka á aðstoð að halda. Það hefur semsagt breyst hljóðið í strokknum
Það sem ég veitti sérstaka athygli í þessari frétt er að Fjármálaráðherra segir í raun að ekki sé hægt að upplýsa lýðræðiskjörið þing um skilyrði sjóðsins í samningsdrögunum þar eð yfir þeim sé gagnkvæm leynd.
Á síðu sjóðsins segir einnig
The IMF is in discussions with a number of other countries about possible financing needs, and is providing confidential policy advice to governments in emerging and developing economies on how to adapt to the current turmoil.
Sjóðurinn er semsagt að prjóna leynileg stefnuviðmið fyrir stjórnvöld í þeim löndum sem að munu þurfa að laga sig að efnahagsglundroðanum.
A) Í fyrsta lagi er hér víðsjárverð orðmótun sjóðs sem hingað til hefur flaggað að vera lýðræðislega stefndur. Þeim finnst greinilega þarfaþing að móta leynilega stefnu (sem í raun þýðir að ekki ríkir gegnsæi í samningum)...þó auðvitað komi ekki hér fram að lýðræðislegum stjórnarháttum, t.d kjörnum þingmönnum sé ekki stætt að sjá drög samningana á meðan að stjórn IMF hafi ekki einhlýtt samþykkt lánaskilyrði. Það er túlkun fjármálaráðherra.
B) Er þá hægt að túlka það svo að búið sé (án vitundar almennings eða tilkynningar) að gera valdarán á Íslandi þar sem lýðræðinu, stjórnsýslulögum og upplýsingaskyldu stjórnvalda gagnvart kjósendum og lögkjörnum fulltrúum inni á þinginu - hefur verið hent fyrir róða.
Ég bara spyr?
Samskipti við IMF í hnút | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað er þetta meira og minna undercover, og tilgangurinn að halda við þeirri tálsýn að hér sé enn fullvalda lýðveldi, svo hægt sé að innheimta að lögum erlendar skuldir þjóðarinnar. Ef hinsvegar öllu væri uppljóstrað hreint út myndi tafarlaust brjótast út uppreisn, en samkvæmt alþjóðalögum er ný stjórn eftir byltingu ekki ábyrg fyrir ákvörðunum fyrri stjórna að ég held, sem myndi þýða afskrift á öllum skuldunum og tap fyrir erlenda kröfuhafa. Með öðrum orðum þá erum við í skuldafangelsi á meðan leppstjórn Geira smart hangir uppi. Eina lausnin í stöðunni hlýtur að blasa við... eigum við að ræða það eitthvað?
Heykvíslar á loft!
Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2008 kl. 15:44
ég hugsa til ykkar !
Kærleiksknús
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 19:26
Allir á Austurvöll á laugardaginn
kærleikur
Anna
Anna Karlsdóttir, 6.11.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.