Að hlunnfara almenning!

Það skiptir máli að allt verði upp á borðum!

Það þarf röggsemi stjórnenda FME og viðskiptaráðherra í þessu máli til að tiltrú almennings hrynji ekki ennfrekar gagnvart ríkjandi stjórn fjármála hér í landinu...ef eitthvað er eftir!

EF ekki verður neitt að gert og fólki sem hagsmuna á að gæta tekst í skjóli úreltra samninga sem grundvöllur er fyrir löngu brostinn fyrir að koma sér betur efnahagslega en aðrir, og leika þannig á kerfið (með refsbrögðum) - sitja Íslendingar við mjög mismunandi borð í þessu samfélagi.

Það er svosem ekki nýtt en alvarleiki þessa máls er slíkur að til byltingar gæti komið ef að ekki er eitthvað að gert og það hratt og örugglega. Það er ekki nóg að koma með yfirlýsingar um að rannsaka eitthvað - hér þarf að framkvæma. Því mér sýnist á öllu að þeir Íslendingar sem eitthvað eiga aflögu og eru hluti af velmegandi fólki þessa lands hafi svo mikið að gera í augnablikinu við að koma peningunum sínum í lóg að mér og fleiri öðrum líður eins og Súrrealískri bíómynd.

Svo finnst mér auðvitað í framhaldi af því að Jónas Fr. forstjóri Fjármálaeftirlitsins og aðrir samstarfsmenn hans ættu að skila jólagjöfunum frá Kaupþingi og öðrum bönkum. Á nýársdag þessa árs 2008 varði hann gjafir frá bönkunum en er einhver sem man hvað hann fékk í jólagjöf árið 2006?  

Finanshandel

Læt hér annars fylgja mynd sem sýnir umfang heimsviðskipta á dag (miðað við 2007) skipt eftir fjármálagreinum (skipt upp í hlutabréfaviðskipti, gjaldeyrisviðskipti (tengjast útflutningi og innflutningi) og afleiðuviðskipti). Þeir sem að geta lesið sig í gegnum þessa skiptingu sjá og spyrja sig

a) Lifðum við í þeirri firru að halda að við gætum byggt upp alþjóða hagkerfi sem að minnstum hluta byggðist á verðmætasköpun af beintengdri framleiðslu (áþreifanlegra vara)?

b) Var heimshagskerfið og alþjóðlegur fjármálaheimur á kókaíni í maníu?

c) Er nema von að bólan hafi sprungið?

kartoflur-hvitarussland


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tori

Jón Sigurðsson hefur nú ekki sýnt röggsemi sem stjórnarformaður FME né sem meðlimur í stjórn Seðlabankann. Var hann kannski að kaupa annan bíl?

Tori, 4.11.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Það á við alla sem einn í FME að þeir hafa yfirhöfuð hvorki sýnt röggsemi né skarpa dómgreind eða þekkingarhlaðið mat!

Anna Karlsdóttir, 4.11.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband